Page 28 - DVD_februar_2012_net

This is a SEO version of DVD_februar_2012_net. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

28 myndir mánaðarins

Harrison: Living in the Material World - Mardi Gras: Spring Break

Myndin er í þremur köfum. Í þeim fyrsta er farið yfr æskuár Harrisons í Liverpool og vinskap hans við strákana sem urðu síðar heimsþekktir sem The Beatles.

Annar hlutinn byrjar síðan með samstarfsslitum Bítlanna og við fylgjumst með Harrison í gegnum áttunda og níunda áratuginn, en segja má að hann haf notað þau ár til að fnna sjálfan sig. Þarna hófst m.a. samstarf hans og Monty Python-mannanna og hinum fræga konsert fyrir Bangladesh eru gerð góð skil.

Þriðji hlutinn hefst með morðinu á John Lennon og þeim áhrifum sem dauði hans hafði á Harrison. Við sjáum þegar hann stofnaði ásamt feirum The Traveling Wilburys, skoðum hnífsstunguna sem leiddi hann næstum til dauða og fylgjumst síðan með síðustu árunum í líf hans, en George Harrison lést úr krabbameini þann 29. nóvember 2001.

Mardi Gras: Spring Break er létt og ærslafull gamanmynd um þrjá skóla-félaga sem eftir lokaprófn á lokaönninni ákveða að mála heiminn gulan.

Það eru þeir Nicholas D’Agosto, Josh Gad og Bret Harrison semhalda uppi fjörinu sem félagarnir Mike, Bumb og Scotty. Þeir hafa verið samferða í gegnum menntaskólann, ekki bara aldursins vegna heldur líka vegna þess að þeir eru nokkurn veginn af sama sauðahúsinu.

Til að gera eitthvað litríkt og öðruvísi ákveða þremenningarnir að skella sér á kjötkveðjuhátíðina í nálægri borg enda vissir um að þar bíða þeirra ævintýrin.

Vandamálið með þá félaga er að þeir eru allir frekar kærulausir og um leið algjörlega óreyndir hvað varðar samskipti við hitt kynið og láta því aðveldlega afvegaleiðast þegar fagrar stúkur eru annars vegar.

Auðvitað ætla þeir sér allir að komast í náin kynni við einhverja skvísuna sem krökkt er af á hátíðinni, en þar með er ekki sagt að það muni heppnast ...

Harrison: Living in the Material World

Mardi Gras: Spring Break

George Harrison eins og hann var

Tími til að skvetta úr klaufunum

Heimild

GAMAN

Framkoma,m.a.: PaulMcCartney, RingoStarr, Eric Idle, TerryGilliam, Eric ClaptonogYokoOno Höfundur: Martin Scorsese Útgefandi: Samfilm

Aðalhlutverk: NicholasD’Agosto, Josh Gad, BretHarrison, ArielleKebbel og CarmenElectra Leikstjórn: Phil Dornfeld

Útgefandi: Sena

23.

febrúar

• Einn aðalframleiðandi myndarinnar er Olivia Harrison, ekkja Georges Harrison, en hún veitti kvikmyndagerðarmönnunum óheftan aðgang að einkasafni sínu, þar á meðal mörgum myndum sem hafa aldrei sést áður utan fjölskyldunnar.

• Carmen Electra leikur sjálfa sig í myndinni.

PUNKTAR ........................

PUNKTAR ........................

Page 28 - DVD_februar_2012_net

This is a SEO version of DVD_februar_2012_net. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »