Page 29 - DVD_februar_2012_net

This is a SEO version of DVD_februar_2012_net. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

Another Earth - Restless

Restless er nýjasta mynd Gus Van Sant sem á að baki margar góðar myndir eins og Milk, Good Will Hunting og tímamótaverkið My Own Private Idaho .

Hér segir frá ungum manni, Enoch, sem er upptekinn af dauðanum og hefur það sérstaka áhugamál að mæta í útfarir fólks sem hann þekkir ekki neitt, hvað þá aðstandendur. Þess utan á hann vin, draug reyndar, en sá er japanskur flug-maður sem lét lífð í seinni heimsstyrjöldinni og hefur af ýmsu að miðla til Enochs.

Dag einn hittir Enoch í einni jarðar förinni sem hann sækir unga stúlku sem heitir Annabel. Hún fær áhuga á honum og brátt myndast á milli þeirra afar sérstök tengsl sem verða að ástarsambandi. Annabel á hins vegar við þann vanda að stríða að hún er haldin ólæknandi sjúkdómi sem gæti dregið hana til dauða hvenær sem er. Við það á Enoch afar er fitt með að sætta sig og ákveður að gera allt sem í hans valdi stendur til að hjálpa henni.

Hvað ef til væri önnur jörð, nákvæmlega eins og sú sem við búum á þar sem þú værir líka til?

Hér er á ferðinni afar vel gerð og góð mynd fyrir alla sem unna frumlegri kvikmyndagerð og sögum þar sem hugmyndafugið fær að njóta sín til fulls.

Rhoda er stúlka sem kvöld eitt ekur drukkin á kyrrstæðan bíl með þeim afeiðingum að bílstjórinn, John Burroughs, fellur í dá, en eiginkona hans og sonur láta lífð.

Vegna þess að Rhoda er undir lögaldri er nafn hennar aldrei gefð upp við rannsókn málsins og John fær aldrei að vita hver það var sem olli slysinu.

Eftir að hafa afplánað refsingu í fangelsi er Rhoda látin laus. Kvalin af samviskubiti yfr gjörðum sínum ákveður hún að reyna að gera sitt besta til að græða sárin og fær til þess óvænt og afar sérstakt tækifæri, vægast sagt.

Restless

Another Earth

Fyrir hvað lifr þú?

Er önnur þú þarna úti?

drama

spenna

Aðalhlutverk: Mia Wasikowska, Henry Hopper, Ryo Kase, Schuyler Fisk og Lusia Strus Leikstjórn Gus Van Sant Útgefandi:

Sena

Aðalhlutverk: BritMarling,William Mapother,Matthew-LeeErlbachog MegganLennon Leikstjórn: Mike Cahill Útgefandi: Sena

.

Febrúar

.

Febrúar

• Sú sem leikur móður Annabel, Schuyler Fisk, er dóttir Sissy Spacek eins og glögglega má sjá á svipnum.

• Another Earth hefur hlotið afar góða dóma gagnrýnenda og margvísleg verðlaun og viðurkenningar, þar á meðal fyrstu verðlaun sérstakrar dómnefndar á Sundance-kvikmynda-hátíðinni í fyrra sem besta óháða myndin.

PUNKTAR ........................

PUNKTAR ........................

Mia Wasikowska

Roger Ebert Empire

**** ****

Roger Ebert EMpire

*** ***

Page 29 - DVD_februar_2012_net

This is a SEO version of DVD_februar_2012_net. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »