This is a SEO version of DVD_oktober_web. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »35 myndir mánaðarins
• Casino Jack er síðasta mynd leikstjórans George Hickenloopers, en hann lést skömmu eftir gerð hennar, aðeins 47 ára að aldri.
• Kevin Spacey var tilnefndur til Golden Globe-verðlaunanna fyrir frábæra túlkun sína á Jack Abramoff.
Win Win er stórskemmtileg mynd um lífsleiðan lögfræðing sem fær nýjan tilgang í líf sitt þegar hann kynnist ungum en hæfleikaríkum glímumanni og tekur að sér þjálfun hans.
Það er gæðaleikarinn Paul Giamatti sem fer með hlutverk Mikes Flaherty sem hefur fengið skipun frá lækni sínum um að koma sér í betra form. Þess utan er hann að verða blankur en þorir ekki að segja eiginkonunni frá því.
Mike er einnigmálamyndaþjálfari glímuliðs skólans en hefur frekar lítinn áhuga þar sem liðið er vitavonlaust. Þá kemur til sögunnar ungur maður, dóttursonur eins of skjólstæðingumMikes, og umbreytir öllu ...
Win Win
Í lífsins leik er ekki hægt að tapa alltaf
Punktar
• Alex Shaffer er í raunveruleikanum glímumeistari New Jersey og því ekki að undra að hann sýni góða takta í myndinni.
• Win Win er þriðjamynd leikstjórans og handritshöfundarins Thomasar McCarthy, en fyrstamynd hans var hin margverðlaunaða The Station Agent sem komút árið 2003. Þar á eftir gerði hann myndina The Visitor semeinnig hlaut margvísleg verðlaun og viðurkenningar. Það er því ljóst að hér er kominn alvöru kvikmyndahöfundur semvert er að fylgjast vel með í framtíðinni.
Aðalhlutverk: P aul Giamatti, Amy Ryan, Jeffrey Tambor, Burt Young og Alex Shaffer
Leikstjórn: Thomas McCarthy Lengd:
106 mín. Öllum leyfð Útgefandi: Sena
Útgáfudagur: 27. október Gaman/Drama
Roger Ebert
Boxoffice Magazine
27. október
Kevin Spacey fer hér á algjörum kostum í sannsögulegri mynd um áróðursmeistarann Jack Abramoff sem teygði sig of langt eftir völdum og peningum og missti við það jafnvægið.
Hér sannast að sannleikurinn er oft ótrúlegri en skáldskapurinn. Jack Abramoff bjó og starfaði í Washington og hafði komið sér upp orðspori sem nokkurs konar ofur-áróðursmeistari. Til hans leituðu aðilar sem réðu hann til að hafa áhrif á þingmenn og annað mikilvægt fólk innan bandarísku stjórnarinnar og fá það á band með “réttu” málunum.
Þau völd og áhrif sem Jack náði að skapa sér á ferli sínum náðu hámarki í tíð stjórnar George W. Bush upp úr aldamótunum síðustu.
En Jack var ekki allur þar sem hann var séður og eftir að hafa fækt bæði félaga sína og nokkra starfsmenn Hvíta hússins í nýjustu féttu sína tóku dyrnar að lokast ein af öðrum sem endaði með frægum réttarhöldum árið 2006.
Casino Jack
Heiður, orðspor, reglur. Allt saman samningsatriði.
Punktar
Sannsögulegt
Aðalhlutverk: Kevin Spacey, Kelly Preston, Barry Pepper, Jon Lovitz, Maury Chaykin og Spencer Garrett Leikstjórn: George Hickenlooper Lengd: 108 mín. Aldurstakmark:
12 ára Útgefandi: Samflm Útgáfudagur: 27. október
Roger Ebert
Empire
Boxoffice Magazine
This is a SEO version of DVD_oktober_web. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »