This is a SEO version of DVD_oktober_web. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »34 myndir mánaðarins
27. október
Rabbit Hole er stórkostlega vel leikin og margverðlaunuð mynd, byggð á samnefndu leikriti Davids Lindsay sem hlaut Pulitzer-verðlaunin fyrir það árið 2007.
Hjónin Becca og Howie verða fyrir gríðarlegu áfalli þegar ungur sonur þeirra deyr í skelflegu bílslysi.
Þau ákveða að ganga í félagsskap fólks sem hefur misst börnin sín, en í ljós kemur að sá félagsskapur getur engan vegin sefað sorg þeirra. Það er ekki fyrr en Becca kynnist hinumunga David semhún fer að sjá hlutina í öðru ljósi, en David þessi ók einmitt bílnum sem sonur hennar varð fyrir. Ámeðan leitar Howie hins vegar inn á vafasamar slóðir semgætu allt eins gert út af við hann í stað þess að veita honumþá huggun sem hann þráir.
Rabbit Hole
Eina leiðin út úr sorginni er að fara í gegnum hana
Punktar
• Rabbit Hole er fyrsta myndin sem Nicole Kidman framleiðir sjálf, en hún keypti kvikmyndaréttinn eftir að leikritið sló í gegn á Broadway. Þess má geta að það var Cynthia Nixon ( Sex and the City ) sem fór með hlutverk Beccu í leikritinu og hlaut fyrir það Tony-verðlaunin. Nicole Kidman var hins vegar tilnefnd bæði til Óskars- og Golden Globe-verðlaunanna fyrir hlutverkið.
drama
Aðalhlutverk: Nicole Kidman, Aaron Eckhart, Dianne Wiest, Sandra Oh, Giancarlo Esposito og Tammy Blanchard Leikstjórn: John Cameron Mitchell Lengd: 91 mín. Aldurstakmark: 12 ára
Útgefandi: Samflm Útgáfudagur: 27. október
Baaria er nýjasta mynd leikstjórans Giuseppe Tornatore sem gerði m.a. Cinema Paradiso árið 1988 og hlaut heimsfrægð fyrir.
Í Baaria hverfur Giuseppe á ný aftur í tímann en myndin gerist í bænum þar sem hann ólst upp á Sikiley og er því að nokkru sjálfsævisöguleg.
Við kynnumst hér Tornatore-fjölskyldunni árið 1920. Hinn ungi Giuseppe „Peppino“ Torrenuova starfar sem smali og reynir hvað hann getur til að aðstoða fátæka fjölskyldu sína í brauðstritinu.
Við fylgjumst síðan með honum vaxa úr grasi um leið og við fylgjumst með afdrifum annarra fjölskyldumeðlima, svo og hinna mislitu íbúa bæjarins.
Baaria
Þessir litlu leikir sem lífð leikur ...
Punktar
• Baaria hefur hlotið mörg og margvísleg kvikmyndaverðlaun eins og sjá má á imdb.com og var m.a. tilnefnd til Golden Globe-verðlaunanna sem besta erlenda mynd ársins.
• Bærinn semmyndin gerist í, þ.e. heimabær leikstjórans, var endurbyggður fyrir gerð myndarinnar. Í hlutverk bæjarbúa voru ráðnir rúmlega 35 þúsund statistar og er myndin ein sú dýrasta í ítalskri kvikmyndasögu.
• Baaria var opnunarmyndin á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum og var tilnefnd til Gullna ljónsins.
Aðalhlutverk: Francesco Scianna, Margareth Madè, Raoul Bova, Giorgio Faletti og Leo Gullotta Leikstjórn: Giuseppe Tornatore
Lengd: 150 mín. Aldurstakmark: 12 ára
Útgefandi: Samflm Útgáfudagur: 27. október
október
Drama
Empire
Roger Ebert
Empire
Boxoffice Magazine
This is a SEO version of DVD_oktober_web. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »