Page 36 - DVD_oktober_web

This is a SEO version of DVD_oktober_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

36 myndir mánaðarins

Gaman

Þessi óborganlega gamanmynd sló óvænt en rækilega í gegn í kvikmyndahúsum um allan heim síðasta sumar og hefur fengið frábæra dóma gagnrýnenda.

Annie á ekki sjö dagana sæla. Hún er blönk, býr með algjörlega óþolandi systkinum og á í ástarsambandi við mann sem hefur í raun ekki áhuga á neinu öðru en að sænga hjá henni, öfugt við Annie sem var að vonast eftir langtímaskuldbindingu. Þar að auki stofnaði hún bakarí sem fór beinustu leið á hausinn og vinnur nú í skartgripaverslun þar sem óseldir trúlofunar- og giftingahringir gera grín að henni frá morgni til kvölds.

Það eina sem viðheldur geðheilsu Annie er vinkona hennar Lillian, en þær hafa þekkst frá unga aldri. Einn daginn tilkynnir Lillian að hún og kærastinn ætli að ganga í hjónaband og biður Annie að vera ein brúðarmeyjanna. Annie samþykkir auðvitað enda er brúðarmeyjuhlutverkið næsti bær við að vera sjálf brúðurin. .

Þegar Annie hittir hinar brúðarmeyjarnar kemur hins vegar í ljós einhver skrautlegasti og skemmtilegasti hópur kvenna sem sést hefur á hvíta tjaldinu, þar á meðal Helen, nýjasta vinkona Lillian.

Helen er allt sem Annie vildi verða, gullfalleg, forrík og hin fullkomna vinkona. Hún heldur glæsilegar veislur Lillian til heiðurs og gefur henni kyngimagnaðar gjafir. Ofan á allt annað verður Annie því einnig öfundsjúk og framundan er sprenghlægileg atburðarás sem líður fólki seint úr minni . . .

Punktar

• Kristen Wiig, sem fer með aðalhlutverkið í Bridesmaids , skrifaði einnig handritið.

• Bridesmaids skilaði tæpum 170 milljónum dollara í kassann í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum, en kostaði aðeins 35 milljónir dollara í framleiðslu.

• Jon Hamm fer með lítið hlutverk í myndinni, en áður en hann reyndi fyrir sér í Hollywood kenndi hann leik í grunnskóla. Einn nemanda hans var Ellie Kemper, sem fer með hlutverk Beccu í myndinni.

• Stjörnurnar eyddu 2 vikum á spunanámskeiði í undirbúningi fyrir myndina.

• Bridesmaids er síðasta mynd leikkonunnar Jill Clayburgh, sem lést þann 5. nóvember í fyrra, skömmu eftir að tökum lauk..

Brúðkaup er eitt.

Undirbúningur fyrir brúðkaup er allt annað

28. október

Bridesmaids

.

r

Page 36 - DVD_oktober_web

This is a SEO version of DVD_oktober_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »