Page 30 - DVD_oktober_web

This is a SEO version of DVD_oktober_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

30 myndir mánaðarins

20. október

Kevin Kline sýnir hér snilldarleik í afar skemmtilegri gamanmynd um hefðarmann í New York sem má muna sinn fífl fegurri.

Henry Harrison býr á Manhattan í New York og titlar sig sem leikritaskáld þótt honum haf lítið orðið ágengt á því sviði um árabil. Og þótt fjárráðin séu ekki upp á marga fska ber Henry sig ávallt vel, jafnvel þótt hann þurf að mála á sig sokkana og vinni við að fylgja gömlum og ríkum ekkjum á hina ýmsu viðburði í borginni.

Dag einn verður á vegi hans ungur maður, Louis, sem hefur hrökklast frá heimaslóðum sínum eftir að hafa komið sér í vandræðalegt klandur. Louis er sannkallaður draumóramaður sem á sér þá ósk heitasta að hafa verið uppi á þeim tíma sem The Great Gatsby var skrifuð.

Það má segja að þessir tveir kumpánar smellpassi saman þótt aldursmunurinn sé mikill og svo fer að Henry býður Louis að leigja hjá sér herbergi og kenna honum að fóta sig í stórborginni ...

The Extra Man

Það er kominn nýr strákur í bæinn

Punktar

• The Extra Man er þriðja bíómyndin sem þau Shari Springer Berman og Robert Pulcini gera saman en þau voru tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir fyrstu mynd sína, hina margverðlaunuðu

American Splendor , sem jafnframt skaut leikaranum Paul Giamatti á stjörnuhimininn. Önnur mynd þeirra Shari og Roberts var síðan gamanmyndin Nanny Diaries með Scarlett Johansson í aðalhlutverki.

gaman

BBC-fræðslumynd Lengd: 393 mínútur Öllum leyfð Útgefandi: Myndform Útgáfudagur: 20. október

Fróðleikur

The Planets

Þessi BBC þáttaröð blandar saman tölvugrafík, myndefni frá geimferðum og viðtölum við vísindamenn víðsvegar um heiminn svo úr verður mjög ítarleg og áhugaverð heildarmynd um himintunglin og þær stórmerku uppgötvanir sem gerðar hafa verið á þeim á undanförnum árum.

Um er að ræða 8 kafa sem taka hver fyrir sig á ýmsum fyrirbrigðum geimsins, en þeir nefnast, Different Worlds, Terra Firma, Giants, Moons, Stars, Atmosphere, Life og Destiny.

20.

október

Fræðslumynd Lengd: 3 x 50 mínútur Öllum leyfð Útgefandi: Myndform Útgáfudagur 20. október

fróðleikur

Ganges

Þessi magnaða fræðslumyndaröð frá BBC fjallar um ána Ganges sem á upptök sín í Himalayafjöllum og rennur að lokum út í Bengalfóa, í allt um 2500 kílómetra leið.

Á disknum er að fnna þá þrjá þætti sem mynda seríuna og nefnast þeir 1. Dóttir fjallanna, 2. Lífsins á og 3. Votlendi. Hver þáttur fyrir sig er uppfullur af fróðleik um fjótið, lífð á bökkum þess og áhrif þess á lífríkið og saman mynda þeir eitthvert metnaðarfyllsta verk sem BBC hefur ráðist í til þessa.

20.

október

Aðalraddir: Kirsten Dunst, Gregory Smith og David Cross Leikstjórn: Joe Dante Lengd: 106 mín. Öllum leyfð Útgefandi: Myndform Útgáfudagur: 20. október .

Teiknimynd

Small Soldiers

Þessi stórskemmtilega mynd var gerð árið 1998 en hefur verið ófáanleg um árabil og er því endurútgefn í bættum gæðum.

Hér segir frá tveimur leikfangalínum, sem hafa orðið þess heiðurs aðnjótandi að í þau hefur verið sett sérstök örfaga semgerir þeimkleyft að tala. Það sem vísindamennirnir sem bjuggu til föguna vita ekki að smám saman fara þessi litlu leikföng einnig að hugsa og hreyfa sig sjálfstætt fyrir tilstilli tækninnar. Þar með fer allt á feygiferð.

20.

október

Page 30 - DVD_oktober_web

This is a SEO version of DVD_oktober_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »