Page 29 - DVD_oktober_web

This is a SEO version of DVD_oktober_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

29 myndir mánaðarins

“Það var Volkswagen Bjalla, hermannagræn á litinn. Það vantaði í hana aftursætið svo ég setti sólstóla afturí í staðinn. Svo var dularfullt gat á mælaborðinu og ég vissi aldrei hvað átti að vera þar.”

Demi Moore.

“Fyrsti bíllinn? Það var Chrysler LeBaron ‘86 módel, rauður. Ekkert sérstaklega fottur bíll en hann kom mér á milli staða.”

Joshua Jackson

“Það var Chevrolet Celebrity 1994. Algjört skrapatól sem eyddi meiri tíma inni á verkstæðumen úti á götu.”

John Legend.

“Minn fyrsti bíll var ljósblár Datsun. Systir mín gaf mér hann þegar hún fékk sér nýjan bíl.”

Paula Abdul.

“Ég eignaðist fína hvíta Mözdu 626. Ég átti hana þangað til vélin bræddi úr sér. Ég vissi ekki að maður þyrfti að bæta olíu á hana, hélt að bílar gengju bara fyrir bensíni.”

Rob Lowe.

Fyrsti bíllinn?

Áður en maður verður stjarna og getur keypt sér draumabílinn verður maður að sætta sig við það næstbesta. Hver var fyrsti bílinn?

20. október

Áleitin, fyndin og hlý mynd og um leið fugbeitt mannlífsstúdía sem heldur áfram að hreyfa við áhorfendum löngu eftir að henni er lokið.

T.J. er ungur strákur sem hefur nýlega misst móður sína í bílslysi. Hann býr með föður sínum Paul sem er langt frá því að hafa jafnað sig á dauða eiginkonunnar og er satt að segja eins og lifandi afturganga í umgengni. Yfr daufu heimilishaldinu vakir tengdamóðir Pauls, sem reynir að gera sitt besta til að láta lífð halda áfram þrátt fyrir að vera óendanlega sorgmædd sjálf.

Dag einn hittir T.J. hinn kostulega Hesher, nokkurs konar nútímaútgáfu af fornmanni sem réttir kerfnu puttann og lætur hvern dag nægja sína þjáningu. Hesher er líka tækifærissinni og svo fer að hann hreiðrar um sig í bílskúrnum hjá T.J. og fer brátt að haga sér eins og hann sé einn af fjölskyldunni.

Paul lætur sér fátt um fnnast í fyrstu og horfr bara stóreygður á þennan nýja íbúa í vistarverum hans eða allt þar til Hesher kynnist hinni jarðbundnu Nicole og atburðarásin tekur óvænta en upplífgandi stefnu ...

Hesher

Vegir lífsins eru órannsakanlegir

Punktar

• Hesher var tilnefnd til

dómnefndarverðlaunanna á Sundance-kvikmyndahátíðinni í ár.

• Natalie Portman leikur ekki bara eitt aðalhlutverkið í Hesher heldur er hún aðalframleiðandi hennar.

Drama

Aðalhlutverk: Joseph Gordon-Levitt, Natalie Portman, Devin Brochu, Rainn Wilson, John Caroll Lynch og Piper Laurie

Leikstjórn: Spencer Susser Lengd: 106 mín.

Aldurstakmark: 16 ára Útgefandi: Samflm

Útgáfudagur: 20. október

Boxoffice Magazine

Rolling Stone

Page 29 - DVD_oktober_web

This is a SEO version of DVD_oktober_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »