Page 28 - DVD_oktober_web

This is a SEO version of DVD_oktober_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

28 myndir mánaðarins

20. október

Konungur ljónanna er ein vinsælasta teiknimynd allra tíma, ef ekki sú vinsælasta, en hún kom fyrst fyrir sjónir manna árið 1994 og sló í gegn um allan heim.

Sagan hefst á því að ljónakonungurinn Mufasa kallar saman dýrin í skóginum og á sléttunni til að tilkynna og fagna fæðingu sonar síns og drottningar sinnar, Simba.

Árin líða og Simbi vex úr grasi vitandi það að hann muni einn góðan veðurdag þurfa að taka við af föður sínum sem konungur. Hann veit auðvitað ekki að hinn illi Skari, föðurbróðir hans, bruggar bæði honum og föður hans launráð því hann vill sjálfur verða konungur og fara með völdin.

Svo fer að Skara tekst með klókindum að hrekja Simba litla á brott og taka við konungsdæminu að Mufasa föllnum. Simba er hins vegar bjargað af þeim kumpánum Tímoni og Púmba sem taka að sér að kenna þessum litla ljónastrák góða og göfuga siði.

Og að því kemur að Simbi snýr aftur í réttmætt ríki sitt en þarf fyrst að ryðja Skara úr vegi ...

Konungur Ljónanna

Konungurinn snýr aftur

Punktar

• Stórkostleg tónlistin í myndinni hlaut Óskarsverðlaunin árið 1995. Teiknimynd

Aðalraddir: Pétur Einarsson, Felix Bergsson, Jóhann Sigurðarson, Eggert Þorleifsson, Edda Heiðrún Bachmann og Þórhallur Sigurðsson

Leikstjórn talsetningar: Randver Þorláksson Lengd: 90 mínútur Öllum leyfð Útgefandi:

Samflm Útgáfudagur: 20. október

Þann 20. október verða allar þrjár myndirnar um hundinn Beethoven og fjölskyldu hans endurútgefnar hér á landi á DVD og ætti það að vera kærkomin sending fyrir alla eldri aðdáendur auk hinna sem hafa ekki haft tækifæri til að kynnast þessum makalausa voffa áður.

Beethoven er Sankti Bernharðs-hundur og algjört gæðablóð þótt hann geti öðru hverju tekið upp á ólíklegustu hlutum. Þannig er nauðsynlegt að fylgjast vel með honum öllum stundum því annars má bóka að hann finnur sér eitthvað að gera sem bara hundum finnst eitthvað vit í ...

Fjölskyldumyndir eins og þær gerast bestar.

Höfuð fjölskyldunnar er þessi með skottið

GAMAN

Aðalhlutverk: Charles Grodin, Bonnie Hunt, Dean Jones og Stanley Tucci Leikstjórn: Ýmsir Lengd:

Um 90 mín. hver mynd Öllum leyfðar Útgefandi:

Myndform Útgáfudagur: 20. október

Aðalhlutverk: Bill Pulman, Christina Ricci og Eric Idle

Leikstjórn: Brad Silberling Lengd: 96 mín. Öllum leyfð Útgefandi: Myndform Útgáfudagur: 20. október

Beethoven 1, 2 og 3

Barnaefni

Casper

Myndin um drauginn Casper sló í gegn árið 1995 og er hér endurútgefn með aukaefni.

Draugafangarinn James Harvey og dóttir hans Kat eru fengin til að gera eitthvað varðandi reimleika í húsi sem er í eigu hinnar grísku Carrigan Critterdon. Í ljós kemur að það eru fjórir draugar í húsinu; hinn vinalegi og dálítið einmanna Casper og svo frændur hans, hinir ærslafullu Stretch, Stinkie og Fatso.

Casper og Kat verða strax góðir vinir og framundan er skemmtilegt og ærslafullt ævintýri sem allir hafa gaman af.

20.

október

Roger Ebert

Empire

Boxoffice Magazine

20.

október

Page 28 - DVD_oktober_web

This is a SEO version of DVD_oktober_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »