Page 31 - DVD_oktober_web

This is a SEO version of DVD_oktober_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

31 myndir mánaðarins

Gaman

Grínkóngurinn Jim Carrey fer á kostum í óborganlegri fjölskyldumynd um Thomas Popper Jr., sem fær heldur betur óvæntan pakka frá látnum föður sínum.

Thomas Popper Jr. er fasteignasali á hraðri uppleið í viðskiptalífinu og þykir bæði duglegur og snjall. Hann er fráskilinn, tveggja barna faðir en hefur að undanförnu lítið samband haft við börn sín, enda virðist starfið skipta hann meira máli en fjölskyldan.

Dag einn berast Thomas þær fregnir að faðir hans, sem var ferðalangur mikill, sé látinn. En það er ekki það eina sem kemur Thomas í opna skjöldu því í ljós kemur að faðir hans hefur arfleitt hann að sínun mesta fjársjóð, mörgæs.

Eins og gefur að skilja er Thomas Popper ekki par sáttur með hina nýju eign sína og hefur strax samband við yfirvöldin. En sökum misskilnings birtast allt í einu fimm pakkar til viðbótar í íbúð hans og, viti menn, mörgæsirnar eru nú orðnar sex!

Thomas reynir sitt besta til að losa sig við mörgæsahópinn en þegar börn hans verða yfir sig hrifin af þessum sérstöku boðflennum fer hann sjálfur að hafa gaman af þeim. Áður en varir hefur íbúð Thomasar umbreyst í sannkallaða vetraparadís fyrir mörgæsir sem kunna vel að meta lúxusinn. Vandamálið er að um sama leyti fær Thomas upp í hendurnar stærsta viðskiptatækifæri ferils síns.

En það er fólk á kreiki sem vill ekkert frekar en að stinga mörgæsunum í búr það sem eftir er og því þarf Thomas að taka á honum stóra sínum til að vernda bæði dýrin og bjarga starfi sínu. Og það er aldrei að vita nema hann læri eitthvað um lífið á leiðinni ...

Punktar

• Mörgæsirnar í myndinni heita Captain, Nimrod, Stinky, Lovey, Loudey og Bitey.

• Í vissum atriðum var notast við raunverulegar mörgæsir og þurfti að halda tökustaðnum kældum svo vel færi um stjörnurnar vængjuðu.

• Í kreditlista myndarinnar erum við fullvissuð um að engin dýr haf meiðst við tökur á myndinni. Hinsvegar haf Jim Carrey verið bitinn nokkrum sinnum, en hann haf átt það skilið.

• Mark Waters, leikstjóri Mr. Popper’s Penguins , hefur getið sér gott orð fyrir fjölskyldumyndir undanfarin ár, en hann gerði m.a. myndirnar Freaky Friday og The Spiderwick Chronicles.

Hann verður svalasti pabbinn á svæðinu

27. október

Mr. Popper’s Penguins

r

Boxoffice Magazine

Page 31 - DVD_oktober_web

This is a SEO version of DVD_oktober_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »