This is a SEO version of DVD-juli_2011_web. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »25 myndir mánaðarins
28. júlí
Ruth (Keira Knightley), Kathy (Carey Mulligan) og Tommy (Andrew Garfeld) eru bestu vinir sem hafa búið alla sína ævi saman í enskum heimavistarskóla, þar sem þau hljóta bæði hefðbundna menntun og agað uppeldi að enskum sið. Lífð virðist algerlega áhyggjulaust í þessum afokaða heimi þeirra með öllum hinum börnunum, en öll ganga þau með óvenjuleg armbönd sem þau þurfa að nota til að láta vita af sér.
Eftir því sem þau vaxa úr grasi fer hið mannlega eðli smám saman að láta vita af sér, með allri sinni forvitni, bæði um hitt kynið og heiminn í kringum sig. Ruth og Tommy verða ástfangin, Kathy til mikillar angistar, og þegar þau fytja burt úr skólanum fara þau smám saman að komast að því að vera þeirra þar var í allt öðrum tilgangi en að undirbúa þau fyrir lífð, sem gæti orðið mun styttra en þau gerðu ráð fyrir.
Never Let Me Go
Þau áttu aldrei að fá að lifa eins og alvöru manneskjur
Punktar
• Myndin er byggð á skáldsögu eftir Kazuo Ishiguro.
• Leikstjórinn Mark Romanek hefur áður leikstýrt spennumyndinni One Hour Photo, en fyrir það var hann afkastamikill leikstjóri tónlistarmyndbanda fyrir fytjendur á borð við Morrissey, David Bowie, Weezer, Madonnu og Red Hot Chili Peppers.
• Carey Mulligan þurfti að læra að aka bíl fyrir þessa mynd, en féll á bílprófnu. Því þurfti að taka þær senur þar sem hún ekur bíl upp á einkavegi undir eftirliti. • Andrew Garfeld hefur skotist á stjörnuhimininn á síðustu misserum, með eftirminnilegum hlutverkum í The Imaginarium of Doctor Parnassus og The Social Network. Næsta mynd hans verður svo The Amazing Spider-Man, sem verður frumsýnd í júlí 2012.
DRAMA
Aðalhlutverk: Carey Mulligan, Keira Knightley, Andrew Garfeld, Isobel Meikle-Small, Ella Purnell, Charlie Rowe, Sally Hawkins, Charlotte Rampling, Nathalie Richard, Domhnall Gleeson
Leikstjóri: Mark Romanek
Handrit: Alex Garland, byggt á bók e. Kazuo Ishiguro
Lengd: 103 mínútur
Útgefandi: Sena
8.
í
DÓMAR
100/100 100/100 90/100 90/100 73/100 70/100
Roger Ebert Time
Boxoffce Magazine Variety IMDb.com
RottenTomatoes.com
VERÐLAUN
British Independent Film Awards 2010 1 verðlaun / 6 tilnefningar: Besta leikkona – Carey Mulligan / Besta sjálfstæða mynd / Besti leikstjóri / Besta handrit / Besta aukaleikkona – Keira Knightley / Besti aukaleikari – Andrew Garfeld
Önnur verðlaun: 1 verðlaun / 13 tilnefningar
Unglingsstúlkan Dana er afar fær á brimbretti og nýtur sín hvergi betur en í ölduganginum fyrir utan ströndina í Malibu. Áhugann erfði hún frá móður sinni, en hún er nýlega látin, langt fyrir aldur fram. Dana hefur átt mjög erftt með að jafna sig á missinum en ákveður loks að taka til sinna ráða til að halda áfram með lífð. Lausnin er þó ekki sú auðveldasta, því Dana ætlar að uppfylla langþráðan draum móður sinnar heitinnar um að standa á brimbretti í hinum goðsagnakennda Jeffrey‘s-fóa – í Suður-Afríku.
Hún leggur því af stað til Afríku án vitundar föður síns, sem er ekki par hrifnn af brimbrettaáhuga dótturinnar, og hittir þar nokkra ferðafélaga sem eru á sömu leið. Auðvitað er gripið í brettið í hvert sinn sem tækifæri gefst, en þegar í ölduna er komið kemur í ljós að ekki eru allir jafn vingjarnlegir við hina ungu og hæfleikaríku Dönu, og samkeppnin í vatninu er hörð.
Blue Crush 2
Hún fylgir eftir draumum
móður sinnar
Punktar
• Myndin er óbeint framhald af Blue Crush frá 2002, en hún vakti fyrst almennilega athygli á Kate Bosworth.
• Sasha Jackson, sem leikur Dönu, hefur áður leikið m.a. í spennutryllinum Night Junkies og þáttunum One Tree Hill. • Sharni Vinson, sem leikur Töru, hefur áður leikið í Step Up 3D og fyrir það var hún með fast hlutverk í þáttunumHome and Away í sjö ár.
• Myndin var tekin í Suður-Afríku, á þeim stöðum þar sem hún gerist.
.
GAMAN / DRAMA
Aðalhlutverk: Sasha Jackson, Sharni Vinson, Elizabeth Mathis, Ben Milliken, Chris Fisher, Gideon Emery, Katharina Damm, Rodger Halston
Leikstjóri: Mike Elliott
Handrit: Randall McCormick
Lengd: 90 mínútur
Útgefandi: Myndform
This is a SEO version of DVD-juli_2011_web. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »