Page 24 - DVD-juli_2011_web

This is a SEO version of DVD-juli_2011_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

24 myndir mánaðarins

Hin sannsögulega Kill the Irishman gerist á áttunda áratugi síðustu aldar og segir frá glæpamanninum Danny Greene (Ray Stevenson), sem er að ferðast hratt upp metorðastiga skipulagðrar glæpastarfsemi í Cleveland upp úr 1970. Hann er hreinskilinn og beinskeyttur og hikar ekki við að skjóta sig upp á við á framabrautinni.

Ekki líður þó á löngu áður en hann hefur komið bæði sjálfum sér og írskættuðu félögum sínum í töluvert klandur með framhleypni sinni, meðal annars af hálfu okurlánarans Shondor Birns (Christopher Walken), lögreglumannsins Joe Manditski (Val Kilmer) og síðast en ekki síst mafíuforingjanna Jack Licavoli (Tony Lo Bianco) og Anthony Salerno (Paul Sorvino), sem vilja helst sjá hann dauðan. En sama hvað þeir reyna, hvort sem það er að skjóta hann eða sprengja í loft upp, þá virðist hreinlega ekki hægt að drepa þenna Íra.

Kill the Irishman

Sama hvað þeir reyna, þeir geta hreinlega ekki drepið þennan Íra.

Punktar

• Myndin er byggð á raunverulegri sögu Danny Green og er afskaplega litlu breytt frá upprunalegu atburðunum. • Val Kilmer var boðið að bjóða sig fram til ríkisstjóra í Nýju-Mexíkó, en hann hafnaði því og lék þess í stað í þessari mynd.

• Við tökur á myndinni var m.a. notast við Tiger Stadium, fyrrum heimavöll hafnaboltaliðsins Detroit Tigers, en hann hafði verið lokaður síðan 1999. Eftir tökur var völlurinn svo rifnn. • Bæði leikarinn Ray Stevenson og leikstjórinn Jonathan Hensleigh hafa verið viðriðnir Punisher-myndir. Stevenson lék í Punisher: War Zone og Hensleigh leikstýrði The Punisher.

1.

í

DÓMAR

75/100 75/100 70/100 63/100 71/100 59/100

San Francisco Chronicle Entertainment Weekly Arizona Republic Boston Globe IMDb.com

RottenTomatoes.com

SPENNA

Aðalhlutverk: Ray Stevenson, Christopher Walken, Val Kilmer, Linda Cardellini, Vincent D‘Onofrio, Vinnie Jones, Tony Lo Bianco, Paul Sorvino, Fionnula Flanagan, Laura Ramsey

Leikstjóri: Jonathan Hensleigh

Handrit: Jonathan Hensleigh, Jeremy Walters, byggt á bók e. Rick Porello

Lengd: 106 mínútur

Útgefandi: Myndform

21. júlí

Nýjastamynd Sacha BaronCohen , TheDictator, rakar inn stjörnuleikurum þessa dagana, en uppskáldaði einræðisherra hans mun eiga í samskiptum við fyrrum Transformers-gelluna

Megan Fox samkvæmt netmiðlum. Myndin líkist fyrri myndum Cohen svo sem Bruno og

Borat , en The Dictator segir frá einræðisherra sem leggur líf og limi í hættu í hetjulegri baráttu sinni gegn lýðræðinu, en það ógnar landinu sem hann hefur kúgað af mikilli alúð um árabil. Stefnt er á frumsýningu myndarinnar í maí 2012.

Auk Megan Fox hafa John C. Reilly , Anna Faris og Ben Kingsley ákveðið að birtast í aukahlutverkum í myndinni, en ekki er vitað hvort þau styðja einræðisherran eða berjast fyrir lýðræðinu. Í raun hefur lítið verið látið uppi um söguþráðinn, en vitað er að einræðisherran leitar sér fylgismanna í Bandaríkjunum. Það er hinsvegar víst að Sacha Baron Cohen er hvergi hættur og ættu aðdáendur hans að fagna því.

Larry Charles , sem leikstýrði Borat og Bruno, mun einnig leikstýra þessari og hófust tökur í maí, en myndin gerist í Marokkó, á Spáni og í New York.

STJÖRNUFANS Í DICTATOR

Page 24 - DVD-juli_2011_web

This is a SEO version of DVD-juli_2011_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »