This is a SEO version of DVD-juli_2011_web. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »
26 myndir mánaðarins
Hasarmyndin Unknown, með Liam Neeson og Diane Kruger í aðalhlutverkum, segir frá Dr. Martin Harris (Neeson), en hann er nýlentur í Berlín til að hitta eiginkonuna Elizabeth (January Jones), sem er þar í borginni, þegar hann lendir í alvarlegu bílslysi og endar í dái í nokkra daga. Á honum fnnast engin skilríki þannig að Elizabeth er aldrei látin vita. Þegar hann rankar við sér fer hann rakleiðis til að fnna Elizabeth og láta hana vita að allt sé í lagi. Þegar hann hittir hana vill hún ekki svo mikið sem kannast við hann og annar maður (Aidan Quinn) dúkkar upp sem
segist vera hinn raunverulegi Martin Harris. Lagalega er hann Martin Harris, hann er með öll réttu skilríkin, en okkar maður engin og er hinum því frekar trúað og treyst.
Eftir því sem Martin grefur dýpra í málið einangrast hann meira og meira, en virðist engu nær um af hverju einhver skyldi stela öllu líf hans. Þegar hann hittir hina dularfullu Ginu (Kruger) fækist leikurinn svo enn frekar, því nú eru hættulegir aðilar farnir að hundelta Martin, sem verður að halda sönsum til að halda líf.
Punktar
• Vinnuheiti myndarinnar var Unknown White Male, en það hefur verið stytt í Unknown.
• Leikstjórinn Jaume Collet-Serra vakti hrifningu fyrir seinustu mynd sína, spennutryllinn Orphan, og fékk þetta verkefni vegna þeirrar myndar.
• Myndin er byggð á skáldsögunni Out of My Head eftir Didier Van Cauwelaert. • Unkown er þriðja myndin sem gerð er eftir skáldsögu Van Cauweraert, en hinar eru The Education of Fairies og One Way Ticket. Þá er væntanleg The Gospel According to Jimmy sem einnig er byggð á bók eftir hann.
• Opnunartitlar myndarinnar eru sérstaklega skemmtilegir, en þeir eru sýndir sem ský á leið sinni yfir sögusviðið. • Myndin er tekin í Berlín og þurfti til að mynda að loka hinni annasömu Friedrichstrasse nokkrar nætur í röð til að taka þar upp bí laeltingarleik. • Aðrir tökustaðir voru meðal annars Berlin Central Station, Neue Nationalgalerie, Pariser Platz og Museum Insel. • Liam Neeson á heldur betur annasama daga, en hann birtist í fimm myndum 2010 og mun birtast í allavega fjórum 2012, meðal annars Wrath of the Titans, framhaldi af Clash of the Titans.
SPENNA
Aðalhlutverk: Liam Neeson, Diane Kruger, January Jones, Frank Langella, Aidan Quinn, Bruno Ganz, Sebastian Koch
Leikstjóri: Jaume Collet-Serra
Handrit: Oliver Butcher, Stephen Cornwell, byggt á skáldsögu e. Didier Van Cauwelaert
Kvikmyndataka: Flavio Labiano
Tónlist: John Ottman, Alexander Rudd
Lengd: 113 mínútur
Útgefandi: Samflm
DÓMAR
AÐSÓKN
Bandaríkin:
63,7 milljónir dollara - #21 árið 2011 / 1 vika #1 / 6 vikur á topp 20
Á heimsvísu:
130,8 milljónir dollara - #19 árið 2011
Ísland:
12.750 áhorfendur - #17 árið 2011 / 6 vikur á topp 10
New York Post San Francisco Chronicle Washington Post Chicago Tribune The New York Times Los Angeles Times Boxoffce Magazine IMDb.com
RottenTomatoes.com Metacritic.com
75/100 75/100 75/100 75/100 70/100 70/100 70/100 71/100 55/100 56/100
Hvað gerist þegar einhver stelur öllu líf þínu?
28. júlí
Unknown
This is a SEO version of DVD-juli_2011_web. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »