Page 21 - DVD-juli_2011_web

This is a SEO version of DVD-juli_2011_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

21 myndir mánaðarins

Space Chimps 2: Zartog Strikes Back er teiknimynd sem fylgir simpansanum Comet, sem elskar allt sem tengist tækni og tólum, en hann þráir það heitast af öllu að verða alvöru geimfari, með allri þeirri dýrð sem því fylgir.

Hann fær drauminn uppfylltan þegar hann ferðast til plánetunnar Malgor þar sem hann kynnist og vingast við geimveruna Kilowatt. Nýtur hann lífsins í botn – allt þar til dekkri hliðar starfsins renna upp. Illmennið Zartog dúkkar nefnilega upp, öllum að óvörum, og tekur yfir stjórnstöð geimflauganna með það að markmiði að hefna fyrir ófarir sínar gegn simpönsunum áður fyrr.

Comet þarf því að sanna sig fyrir alvöru þegar hann slæst í för með Ham, Lunu og Titan, en saman þurfa þau að ráða niðurlögum Zartogs í eitt skipti fyrir öll og bjarga deginum.

Space Chimps 2

Þeir skjótast á leifturhraða inn í nýtt ævintýri

Punktar

• Þetta er fyrsta myndin sem John H. Williams leikstýrir, en hann hefur framleitt margar teiknimyndir, þar á meðal Shrek-myndirnar fjórar, Happily N‘Ever After og svo fyrstu Space Chimps-myndina.

• Patrick Warburton, sem talar fyrir Titan í enskri talsetningu myndarinnar, hefur leikið í fjölda mynda og þátta, þar á meðal Get Smart, Men in Black II og Rules of Engagement, en er líklega þekktastur í gervi annars teiknimyndakarakters, Joe Swanson í Family Guy-þáttunum.

• Zack Shada sem talar inn á myndina fyrir Comet í enskri talsetningu er aðeins 18 ára en hefur talað inn á 7 myndir og leikið í tveimur, auk fjölda hlutverka í sjónvarpi.

1.

í

TEIKNIMYND / GAMAN

Aðalhlutverk: Tom Kenny, Zack Shada, Cheryl Hines, Patrick Warburton, John DiMaggio, Stanley Tucci, Jane Lynch, Carlos Alazraqui

Leikstjóri: John H. Williams

Handrit: Rob Moreland

Lengd: 76 mínútur

Útgefandi: Samflm

Teiknimyndin Planet Hulk hefst um borð í geimskutlu á leið burt frá Jörðinni, en þar er hinn ógurlegi Hulk bundinn. Hefur hann verið sendur í útlegð frá plánetunni okkar af hans eigin félögum, Iron Man og hinum Avengers-hetjunum, vegna skapofsans sem kemur honum í meira klandur en hann getur leyst. Geimskutlan brotlendir á fjarlægri plánetu þar sem grimmur einræðisherra ræður ríkjum og er Hulk handsamaður og honum komið fyrir meðal skylmingaþræla, sem berjast fyrir líf sínu gegn alls kyns dýrum, vélum og skrímslum í hringleikahúsum, áhorfendum til skemmtunar. Hulk kallar hins vegar ekki allt ömmu sína og er ekki lengi að rústa andstæðingunum. Við það fer hann að vekja athygli andspyrnuleiðtoga sem telur að Hulk sé bjargvættur heimsins gegn illum öfum hans. En getur hinn uppstökki Hulk beitt kröftum sínum til góðs?

Planet Hulk

Er hann eina von þessa heims?

Punktar

• Myndin er byggð á röð teiknimyndasagna sem nefnast Planet Hulk.

• Í teiknimyndasögunum er Silver Surfer einn af andstæðingumHulk í hringleikahúsinu. Því var breytt í myndinni vegna réttindamála, en Silver Surfer-persónan er „í eigu“ annars kvikmyndafyrirtækis.

.

DÓMAR

TEIKNIMYND / SCI-FI

Aðalhlutverk: Rick D. Wasserman, Lisa Ann Beley, Mark Hildreth, Liam O‘Brien, Kevin Michael Richardson, Sam Vincent, Advah Soudack

Leikstjóri: Sam Liu

Handrit: Greg Johnson, Craig Kyle, Joshua Fine, byggt á myndasögu e. Greg Pak & Carlo Pagulayan

Lengd: 81 mínútur

Útgefandi: Myndform

Sean Penn hefur verið orðaður við leikstjórn myndarinnar The Comedian , en Robert De Niro ku fara með aðalhlutverkið. Myndin segir frá líf níðgrínista sem kominn er til ára sinna og fer yfr ferilinn. Handritið er í höndum

Art Linson , en hann er frægastur fyrir framleiðslu á Into the Wild , sem Penn leikstýrði, The Black Dahlia , Fight Club

og Heat , svo fáeinar séu nefndar. Áætlað er að myndin komi út 2014.

LEIKSTÝRIR SEAN PENN DE NIRO?

DVD Talk IMDb.com

80/100 67/100

21. júlí

Page 21 - DVD-juli_2011_web

This is a SEO version of DVD-juli_2011_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »