Page 22 - DVD-juli_2011_web

This is a SEO version of DVD-juli_2011_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

22 myndir mánaðarins

Hall Pass er ný gamanmynd frá Farrelly-bræðrummeð Owen Wilson og Jason Sudeikis í aðalhlutverkum, auk Jennu Fischer og Christinu Applegate.

Þeir Rick (Wilson) og Fred (Sudeikis) eru aldavinir sem eiga fest sameiginlegt í lífnu, þar á meðal það að hafa verið giftir í mörg ár. Þegar það fer að bera á þreytumerkjum í hjónaböndum þeirra beggja lenda bæði þeir og eiginkonurnar í léttri tilvistarkreppu, þar sem allt virðist þrautreynt. En svo virðist sem eiginkonurnar komi með hina fullkomnu lausn

þegar þær stinga upp á afar djarfri aðferð við að halda öllum góðum; frían „passa“ í eina viku til að gera hvað sem þeir vilja með hvaða konu sem er, án nokkurra afeiðinga fyrir hjónabandið. Þeir taka tilboðinu fagnandi og leggja inn í vikuna með háleitar hugmyndir um ævintýri næstu sjö daga, en þeir sjá fyrir sér að verða vaðandi í kvenmönnum. En ekki líður á löngu þar til þeir komast annars vegar að því að álit þeirra á sjarma sínum er í meira lagi ofmetið og hins vegar að ef þeir fá frípassa fá konurnar það að sjálfsögðu líka.

Punktar

• Þeir Farrelly-bræður eru með þekktustu grínleikstjórum Hollywood og hafa áður gert myndir á borð við There‘s Something About Mary, Dumb & Dumber, Kingpin, Fever Pitch og Me, Myself & Irene.

• Þetta verður að öllum líkindum stórt ár fyrir Owen Wilson, því auk þess að leika í þessari mynd lék hann í How Do You Know auk þess sem hann talar fyrir Lightning McQueen í Cars 2 og leikur í gamanmyndinni The Big Year. • Jason Sudeikis hefur skotist hratt á stjörnuhimininn, en hans fyrsta kvikmynd var The Ten árið 2007. Auk þess hefur hann verið meðal leikara í Saturday Night Live frá 2003.

• Amanda Bynes átti að leika í myndinni en forfallaðist vegna annarra skuldbindinga. Alexandra Daddario kom í hennar stað. • Það kostaði 200 þúsund dollara að fá að nota „dum dum“ stefið úr Law & Order þáttunum fyrir „Day X“ merkingarnar. • Richard Jenkins, sem fer með aukahlutverk í myndinni sem hinn kvensami Coakley, býr í Cumberland, þar sem Farrelly-bræðurnir ólust upp. • Í myndinni er vísað í þá mýtu (eða staðreynd, eftir því hver er spurður) að íslenskar konur séu þær fallegustu í heiminum.

• Þetta er í þriðja sinn sem Christina Applegate og Jason Sudeikis leika á móti hvoru öðru en þau voru bæði í The Rocker og Going the Distance.

GAMAN

Aðalhlutverk: Owen Wilson, Jason Sudeikis, Jenna Fischer, Christina Applegate, Alyssa Milano, Joy Behar, Stephen Merchant, J.B. Smoove

Leikstjóri: Bobby Farrelly, Peter Farrelly

Handrit: Peter Farrelly, Bobby Farrelly, Pete Jones, Kevin Barnett

Kvikmyndataka: Matthew F. Leonetti

Tónlist: TomWolfe

Lengd: 105 mínútur

Útgefandi: Samflm

.

DÓMAR

AÐSÓKN

Bandaríkin:

45,1 milljónir dollara - #32 árið 2011 – 1 vika #1 / 6 vikur á topp 20

Á heimsvísu:

83,2 milljónir dollara - #33 árið 2011

Ísland:

10.299 áhorfendur - #25 árið 2011 – 4 vikur á topp 10

Boston Globe ReelViews New York Magazine Entertainment Weekly The Onion A.V. Club Roger Ebert Boxoffce Magazine Empire IMDb.com Metacritic.com

75/100 75/100 70/100 67/100 67/100 63/100 60/100 60/100 60/100 45/100

Hall Pass

Þeir fá eina viku til að gera hvað sem þeim sýnist

21. júlí

Page 22 - DVD-juli_2011_web

This is a SEO version of DVD-juli_2011_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »