Page 20 - DVD-juli_2011_web

This is a SEO version of DVD-juli_2011_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

20 myndir mánaðarins

Hjólhýsa-fjölskyldudrama Valdísar Óskarsdóttur, Kóngavegur , hefur verið valin á Karlovy Vary alþjóðlegu kvikmyndahátíðina, en hún mun eiga sér stað í Tékklandi í byrjun þessa mánaðar. Hátíðin er með þeim elstu í heimi og hefur áunnið sér sess sem einn stóratburða evrópskra kvikmyndagerðamanna.

Kóngavegur var valin í fokkinn „Variety‘s Ten Euro Directors to Watch“ þar sem gagnrýnendur tímaritsins velja tíu evrópskar myndir sem þeir vilja vekja athygli á og beinast þá sjónir aðallega að leikstjórummyndanna. Aðrir leikstjórar í fokknumeru Janicke Systad Jacobsenmeðmyndina

Få meg på, for faen , Lisa Aschanmeð Apfickorna , Claudio Cupellini með Una Vita Tranquilla , Hans Van Nuffel með Adem , BenWheatley með

Kill List , Zuzana Liová með Dom , Alexandru Maftei með Bună! Ce faci? , David Dusa með Fleurs du Mal og Yasemin Samdereli með Almanya – Willkommen in Deutschland .

Kóngavegur , sem kom út á Íslandi í mars 2010, fjallar um Júníor sem snýr aftur heim til Íslands í hjólhýsi foreldra sinna eftir þriggja ára fjarveru en fær aðrar móttökur en hann býst við hjá fjölskyldunni. Í helstu hluverkum eru Gísli Örn Garðarson, Daniel Brühl, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson, Nína Dögg Filippusdóttir og Kristbjörg Kjeld.

Karlovy Vary hátíðin er sett upp á svipaðan máta og Cannes og ætti Íslendingum að vera minnistætt þegar Mýrin vann í keppnisfokki mynda í fullri lengd 2007.

Plakat Don‘t Be Afraid of the Dark , sem

Guillermo Del Toro framleiðir og skrifar handritið að, birtist á dögunum. Myndin var kynnt á Comic-Con 2010 , en síðan þá hafa Guy Pearce og Katie Holmes verið ráðin í hlutverk foreldra Sally Hirst ( Bailee Madison ), sem fnnur ógnvænlegar verur í nýju húsi þeirra. Af stiklunni að dæma er hér enn eitt meistarastykkið frá framleiðanda The Orphanage og leikstjóra Pan‘s Labyrinth . Þið skuluð endilega fetta henni upp á netinu.

VALDÍS Í HÓPI ÁHUGAVERÐUSTU LEIKSTJÓRANNA

PLAKAT FYRIR NÝJASTA TRYLLI DEL TORO

SPENNUÞÆTTIR

Aðalhlutverk: Andrew Lincoln, Jon Bernthal, Sarah Wayne Callies, Laurie Holden, Jeffrey DeMunn, Steven Yeun, Chandler Riggs, Norman Reedus

Leikstjóri: Frank Darabont o.f . Handrit: Charlie Adlard, Frank Darabont, Robert Kirkman, Tony Moore

Lengd: 55 mínútur pr. þátt

Útgefandi: Myndform

ÆVINTÝRI

Aðalhlutverk: Elijah Wood, Ian McKellen, Sean Astin, Viggo Mortensen, Sean Bean, Orlando Bloom, Billy Boyd, Dominic Monaghan o.f.

Leikstjóri: Peter Jackson

Handrit: Peter Jackson, Fran Walsh, Philippa Boyens, byggt á bók e. J.R.R. Tolkien

Lengd: Um 660 mínútur

Útgefandi: Myndform

The Walking Dead

LOTR Trilogy Extended Edition

Fyrsta serían í spennuþáttaröðinni The Walking Dead kemur nú út á DVD. Þættirnir, sem voru tilnefndir til Golden Globe-verðlauna, segja frá lögreglumanninum Rick Grimes, sem vaknar einn daginn á sjúkrahúsi eftir að hafa verið skotinn. Hann kemst að því að heimabærinn hans hefur verið lagður í rúst af uppvakningum og í félagi við nokkra nýja vini leggur hann upp í leit að fjölskyldu sinni. En sú ferð á eftir að reynast meira en lítið hættuleg, því uppvakningafaraldurinn virðist hafa farið á methraða um allan heim og dauðinn bíður þeirra við hvert götuhorn fari þau ekki varlega.

Ein stærsti kvikmyndaþríleikur allra tíma, The Lord of the Rings-myndirnar, koma í fyrsta sinn út á Blu-ray í júlí. Myndirnar, sem unnu samanlagt 17 Óskarsverðlaun, eru byggðar á samnefndri sögu J.R.R. Tolkien og segja frá hobbitanum Frodo sem, ásamt vininum Sam og bæði mönnum, dvergum, álfum og galdramönnum, þarf að koma hring sem var smíðaður svo hinn illi Sauron gæti ráðið yfr gjörvöllum heiminum til Dómsdyngju til að tortíma honum í eitt skipti fyrir öll og eyða þar með hinu illa í heiminum. Leiðin reynist löng og ströng og stríðið mun ekki sigrast án margra stórra orrusta.

14. júlí

Page 20 - DVD-juli_2011_web

This is a SEO version of DVD-juli_2011_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »