This is a SEO version of DVD-juli_2011_web. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »15 myndir mánaðarins
Paul Giamatti fer með hlutverk Barney Panofsky, sjónvarpsþáttaframleiðanda sem hefur komið víða við á ævi sinni. Hefur hann alla tíð verið drykkjusamur, orðljótur, framhleypinn og hrifnæmur í meira lagi. Hann rifjar upp ævi sína 65 ára að aldri eftir að nýliðnir atburðir hafa neytt hann til að setja alla fortíð sína í samhengi við stað sinn í lífnu.
Eftir eitt misheppnað hjónaband heldur hann að hann haf fundið ástina í líf sínu. Í brúðkaupsveislunni hittir hann hins vegar konuna sem á þann titil skilinn í huga hans og hleypst hann á brott úr eigin brúðkaupi til að elta hana uppi og biðla til hennar með öllum mögulegum ráðum.
Hann nær á endanum að heilla hana, og stofnar með henni fjölskyldu og lifr í framhaldinu loks því líf sem hann dreymdi alltaf um – eða hvað? Voru draumarnir kannski aðrir?
Barney‘s Version
Fyrst gifti hann sig. Svo gifti hann sig aftur.
Svo hitti hann stóru ástina.
Punktar
• Myndin var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir bestu förðun, enda mikil förðunarvinna lögð í að láta bæði Paul Giamatti og Rosamund Pike eldast um marga áratugi í myndinni.
• Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu eftir Mordecai Richler. Barney‘s Version er 21. verk Richler sem aðlagað hefur verið fyrir hvíta tjaldið.
• Rachelle Lafevre missti rullu sína í Twilight myndinni Eclipse vegna skuldbindinga sinna við þessa mynd. • Sjá má fjóra þekkta kanadíska leikstjóra í örhlutverkum í myndinni, þá Atom Egoyan, Ted Kotcheff, David Cronenberg og Denys Arcand.
DRAMA / GAMAN
Aðalhlutverk: Paul Giamatti, Rosamund Pike, Dustin Hoffman, Anna Hopkins, Jake Hoffman, Bruce Greenwood, Rachelle Lefevre, Minnie Driver, Scott Speedman
Leikstjóri: Richard J. Lewis
Handrit: Michael Konyves, byggt á skáldsögu e. Mordecai Richler
Lengd: 134 mínútur
Útgefandi: Samflm
4.
úlí
DÓMAR
88/100 83/100 80/100 80/100 74/100 79/100
Roger Ebert
Entertainment Weekly Empire
Boxoffce Magazine IMDb.com
RottenTomatoes.com
14. júlí
VERÐLAUN
Golden Globe verðlaunin 2011 1 verðlaun: Paul Giamatti fyrir besta leik í gamanmynd.
Annað: 9 verðlaun og 8 tilnefningar.
From Prada to Nada er gamanmynd sem er lauslega byggð á hinni sígildu sögu Jane Austen, Sense and Sensibility. Sögusviðið er fært til Bandaríkja dagsins í dag og gerist í kringum tískuheiminn.
Myndin segir frá tveimur systrum, Noru (Camille Belle) og Mary (Alexa Vega) sem njóta lífsins í botn, enda miklar tískudrósir. Einn daginn lenda þær í þeim sorglegu aðstæðum að faðir þeirra deyr fyrir aldur fram. Í ofanálag við sorgina við dauða föður þeirra komast þær að því að hann var ekki ríkur eins og hann hafði alltaf látið líta út fyrir, heldur bláfátækur. Það veldur því að þær neyðast til að flytja úr glæsivillunni sem þær bjuggu í og heim til frænku þeirra, sem til þessa hefur látið þær sig litlu varða og býr við heldur fátæklegri aðstæður en þær hafa hingað til vanist.
Tekur þá við erfið leið þeirra aftur að ríkidæminu og frjálsum aðgangi að öllu því nýjasta í tískunni.
From Prada to Nada
Frá ríkidæmi til rauna
Punktar
• Camilla Belle, sem leikur Noru, hefur áður vakið athygli í myndum eins og The Ballad of Jack and Rose, When a Stranger Calls, Push og 10.000 BC. • April Bowlby, sem leikur Oliviu, er að byrja að skapa sér nafn í bíómyndum, en hefur þegar gert það í sjónvarpi, meðal annars sem fyrrum eiginkona Alans í Two and a Half Men. • Wilmer Valderrama, sem leikur Bruno, varð fyrst frægur fyrir leik í sjónvarpsþáttunum That 70‘s Show. • Alexa Vega kemur einnig úr sjónvarpsþáttum, en hún hefur hlotið verðlaun og tilnefningar fyrir leik sinn í þáttunum Walkout, Odd Girl Out, Ladies Man og Life‘s Work. Hún vakti einnig mikla athygli í Spy Kids myndunum.
4.
í
DÓMAR
60/100 50/100 50/100 47/100
Variety
Los Angeles Times The New York Times IMDb.com
GAMAN
Aðalhlutverk: April Bowlby, Camilla Belle, Alexa Vega, Wilmer Valderrama, Nicholas D‘Agosto, Kuno Becker, Adriana Barraza, Alexis Ayala
Leikstjóri: Angel Garcia
Handrit: Luis Alfaro, Craig Fernandez, Fina Torres
Lengd: 107 mínútur
Útgefandi: Samflm
This is a SEO version of DVD-juli_2011_web. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »