Page 16 - DVD-juli_2011_web

This is a SEO version of DVD-juli_2011_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

16 myndir mánaðarins

Hasarmyndin The Mechanic segir frá Arthur Bishop (Jason Statham), en hann vinnur sem „vélvirki“. Hann er þó enginn venjulegur vélvirki, því þetta starfsheiti hans er einungis dulmál yfr það sem hann gerir í raun og veru – drepur fólk fyrir peninga. Hann vinnur eftir mjög ströngum siðferðisreglum og myrðir aðeins fólk sem honum fnnst eiga það skilið. Starfð krefst þess að halda öllu persónulegu utan þess, en það reynist Arthur ómögulegt þegar lærifaðir hans og góðvinur, Harry (Donald Sutherland), er myrtur.

Það þarf því enginn að ráða hann eða

borga honum fyrir næsta verkefni; að fnna morðingja Harrys og hefna fyrir ódæðið. Málin fækjast þó töluvert þegar sonur Harrys, Steve (Ben Foster), leitar hann uppi og vill taka þátt í hefndinni. Hingað til hefur Arthur unnið verk sitt einn, en hann hefur ekki í sér að neita Steve um þátttöku. Fyrst þarf Arthur hinsvegar að kenna Steve hvernig á að vera alvöru morðingi og Steve er meira en tilbúinn að læra fagið. Þar sem þeir nálgast markmið sitt fer að bera á bellibrögðum og fjótt eru þeir sem vanir eru að leysa vandamálin komnir með sín eigin.

Punktar

• Myndin er lausleg endurgerð á samnefndri mynd frá 1972 með Charles Bronson í aðalhlutverkinu. Þegar sú mynd var frumsýnd var Jason Statham aðeins tveggja mánaða gamall.

• Lagið „Stick‘em Up“ með íslensku hljómsveitinni Quarashi var notað í stiklum fyrir myndina.

• Það er ekki eina íslenska tenging myndarinnar, því þegar myndin kom út á Íslandi var Ben Foster í tökum á myndinni Contraband í leikstjórn Baltasars Kormáks, en Contraband er endurgerð á Reykjavík-Rotterdam.

• Öryggismyndavélin á bensínstöðinni sýnir dagsetninguna 28. janúar 2011, en það var útgáfudagur myndarinnar. • Myndin var send í kvikmyndahús undir dulnefninu Money Maker.

• Leikstjórinn Simon West sést í örlitlu hluverki í myndinni sem einn af mönnum Deans sem stunginn er á hol með ruslabí l. • Skjámyndin á tölvu Harry þar sem „Mechanic Needed“ auglýsing sést er í raun gömul mynd af Donald Sutherland frá Palm Springs Film Festival Awards. • Bí llinn sem Arthur er að endurbæta er Series 1 Jaguar af E gerð frá sjöunda áratugnum. Ekki slæmt.

SPENNA

Aðalhlutverk: Jason Statham, Ben Foster, Tony Goldwyn, Donald Sutherland, Jeff Chase, Mini Anden, James Logan, Eddie Fernandez

Leikstjóri: Simon West

Handrit: Richard Wenk, Lewis John Carlino

Kvikmyndataka: Eric Schmidt

Tónlist: Mark Isham

Lengd: 93 mínútur

Útgefandi: Sena

4.

DÓMAR

AÐSÓKN

Bandaríkin:

29,1 milljónir dollara – 4 vikur á topp 20

Á heimsvísu:

51,1 milljónir dollara

Ísland:

3.786 áhorfendur – 2 vikur á topp 10

Slate New York Post San Francisco Chronicle The Onion A.V. Club Reel Film Time

Arizona Republic IMDb.com

RottenTomatoes.com Metacritic.com

80/100 75/100 75/100 75/100 75/100 70/100 70/100 65/100 53/100 49/100

Hann er fenginn til að „lagfæra vandamálin“

14. júlí

The Mechanic

Page 16 - DVD-juli_2011_web

This is a SEO version of DVD-juli_2011_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »