Page 14 - DVD-juli_2011_web

This is a SEO version of DVD-juli_2011_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

14 myndir mánaðarins

VERÐLAUN

British Independent FilmAwards 2010 1 tilnefning: Douglas Hickox-verðlaunin – Debs Gardner-Paterson

Africa United

Ekkert í heiminum er ómögulegt

Africa United segir frá þremur krökkum frá Rwanda sumarið 2010, sem allir eru miklir fótboltaaðdáendur. Það styttist í heimsmeistaramótið í fótbolta í Suður-Afríku og vinirnir þrá ekkert heitar en að komast á mótið. Vandamálið er hins vegar að það erumörg þúsund kílómetrar þangað frá Rwanda og fjölskyldur þeirra hafa engan veginn efni á að fara. Því ákveða krakkarnir upp á sitt einsdæmi að leggja sjálfr af stað – fótgangandi. Á leiðinni bætast nokkrir í viðbót í hópinn, en ferðin reynist löng og ströng, þar sem frumskógar, eyðimerkur og skrautlegar og stundum hættulegar aðstæður tefja för þeirra á hverjum degi. Þegar þau lögðu af stað höfðu þau fátt annað en vonina um að komast alla leið í farteskinu, en eftir því sem leiðin verður erfðari gæti reynst erftt að halda í hana.

Punktar

• Myndin er ekkert skyld samnefndri heimildarmynd sem Ólafur De Fleur Jóhannesson gerði um fótboltaliðið Africa United, sem hefur spilað um árabil í neðri deildum á Íslandi.

• Eftir að kreditlistinn hefur rúllað er stutt atriði í viðbót, þannig að ekki slökkva strax og myndin klárast.

• Leikstýran Debs Gardner-Paterson hefur gert feiri myndir sem tengjast Rwanda, því árið 2008 gerði hún stuttmyndina We Are All Rwandans.

• Myndin var sýnd á Kvikmyndahátíðinni í Toronto 2010.

GAMAN / ÆVINTÝRI

Aðalhlutverk: Eriya Ndayambaje, Roger Nsengiyumva, Sanyu Joanita Kintu, Yves Dusenge, Sherrie Silver, Emmanuel Jal, Presley Chweneyagae, Rapulana Seiphemo

Leikstjóri: Debs Gardner-Paterson

Handrit: Rhidian Brook

Lengd: 88 mínútur

Útgefandi: Myndform

Hinn eitursvali Liam Neeson , sem m.a. prýðir forsíðu DVD-blaðsins nú í júlí, lék sem kunnugt er illmennið Ra‘s al Ghul í Batman Begins árið 2005. Þeir sem sáu þá mynd muna væntanlega hvað persóna Neeson var svakalega drepin – af lest – og skýjakljúf – saman – í þeirri mynd. Þess vegna mun næsta setning hljóma mjög undarlega: Liam Neeson sást á tökustað The Dark Knight Rises um miðjan júní, þar sem hann var að taka upp senu í hlutverki sínu sem Ra‘s al Ghul. Hitfx sagði fyrst frá þessu og næstu daga var fréttin staðfest af feiri fréttamönnum. Hversu undarlega sem það hljómar virðist það því vera að Ra‘s al Ghul snúi aftur í The Dark Knight Rises, og það í tvíriti, því Josh Pence leikur ungan Ra‘s al Ghul í myndinni. Fulltrúar Warner Bros.,

framleiðanda myndarinnar, hafa engu svarað um meinta veru Neeson í myndinni, eða hversu stórt hlutverk hans verður, en vonandi fáum við að sjá sem mest af þessu svala smetti í næstu Batman-mynd.

NEESON AFTUR Í BATMAN?

7. júlí

DÓMAR

80/100 Financial Times 60/100 Empire 61/100 IMDb.com

93/100 RottenTomatoes.com

Page 14 - DVD-juli_2011_web

This is a SEO version of DVD-juli_2011_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »