This is a SEO version of DVD-juli_2011_web. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »13 myndir mánaðarins
The Way Back er nýjasta stórmynd leikstjórans Peter Weir, en með aðalhlutverkin fara Colin Farrell, Jim Sturgess, Ed Harris, Saoirse Ronan og Mark Strong.
Myndin hefst árið 1940 í Gúlaginu, alræmdum fangabúðum Sovétmanna í Síberíu, einu harðbýlasta landfæmi á Jörðinni, en þangað voru pólitískir fangar, liðhlaupar úr hernum og feiri óvinir ríkisins sendir í milljónatali á fjórða og fmmta áratugnum. Hinn rússneski Valka (Farrell), Pólverjinn Janusz (Sturgess) og hinn bandaríski Mr. Smith (Harris) eru meðal fanga í hrikalegum fangabúðum árið 1942 þar sem öryggisgæslan er gífurleg, ofbeldið yfrgengilegt og líkur á dauða innan nokkurra mánaða nánast öruggar. Þeir og nokkrir feiri fangar ákveða einn daginn að fýja og tekst það með miklum naumindum.
Það reynist hins vegar aðeins byrjunin á þrautum þeirra, því eftir er yfr 6.000 kílómetra ganga til baka til hins siðmenntaða heims, og á hún eftir að reyna fyrir alvöru á þol, þor og mannleika þeirra allra.
The Way Back
Flóttinn var bara upphafð
Punktar
• Myndin er byggð á endurminningum Slavomirs Rawicz, en í þeim sagði hann frá fótta sínum úr Gúlaginu til Indlands. Árið 2006 komst hins vegar upp að honum haf verið sleppt árið 1942 af Sovétmönnum, en það þýðir ekki að sagan haf verið alger uppspuni, heldur var hún byggð á fótta annars fanga, Witold Glinski.
• Þetta er fyrsta mynd Peters Weir síðan Master and Commander: The Far Side of the World kom út árið 2003. Áður hafði hann gert myndir eins og The Truman Show, Fearless, Green Card, Dead Poets Society og Witness, auk margra annarra. • Á meðan þetta er fyrsta mynd leikstjórans í sjö ár hefur Colin Farrell leikið í heilum 16 myndum síðan 2003, að þessari meðtalinni.
• Ungstirnið Saoirse Ronan (The Lovely Bones, Hanna) hélt upp á 16 ára afmælið sitt á meðan á tökum stóð.
DRAMA
Aðalhlutverk: Jim Sturgess, Colin Farrell, Ed Harris, Saoirse Ronan, Mark Strong, Dragos Bucur, Gustaf Skarsgård
Leikstjóri: Peter Weir
Handrit: Peter Weir, Keith Clarke, byggt á sögu e. Slawomir Rawicz
Lengd: 133 mínútur
Útgefandi: Samflm
.
í
DÓMAR
90/100 88/100 88/100 80/100 73/100 75/100
Box Offce Magazine Washington Post Rolling Stone Time IMDb.com
RottenTomatoes.com
7. júlí
VERÐLAUN
Óskarsverðlaunin 2011 1 tilnefning: Besta förðun
2 aðrar tilnefningar
Sjálfstætt framhald af löggutryllinum Street Kings (2008) með Ray Liotta í aðalhlutverki, auk Clifton Powell, Lindu Boston, Ele Bardha og Jack Moore í helstu aukahlutverkum. Sögusviðið er hin grotnandi Detroit, þar sem kaldlyndur morðingi situr um teymi fíkniefnalögregluþjóna undir stjórn Marty Kingston (Liotta). Hann bregður á þann leik að fá einn af toppmönnum morðdeildarinnar (Powell) með sér í lið í von um að geta stöðvað morðingjann áður en hann lætur aftur til skara skríða.
Um það leyti sem hinir ólíklegu félagar komast á slóð morðingjans og festa hendur á haldbær sönnunargögn gegn honum dragast þeir í hringiðu risastórs samsæris. Ef ekki er að gáð mun það endurraða völdum innan borgarinnar og færa þau í hendur hinna spilltu og siðlausu. Kingston og hans menn verða að fara rétt að málunum ef seinasti vonarneistinn á ekki að fjara út í borginni. Stundum er eina leiðin til að framfæra lögunum að brjóta þau.
Street Kings 2
Kynlíf, dóp og spilling
Punktar
• Myndin er öll tekin upp í Detroit, en þar er nú mikil fátækt og fólksfótti gífurlegur.
• Ray Liotta er hvergi dauður úr öllum æðum, en hann er væntanlegur í fjórum myndum á árinu, Bad Karma, The River Sorrow, The Son of No One og Wanderlust, en nú þegar hafa komið út fjórar myndir með honum vestan hafs 2011.
• Clifton Powell snýr hér aftur í hlutverki Tyrone Fowler, úr fyrri Street Kings-myndinni.
• Næsta mynd leikstjórans Chris Fisher er Meeting Evil, með Samuel L. Jackson, Luke Wilson og Leslie Bibb í aðalhlutverkum.
DÓMAR
49/100 IMDb.com
SPENNA
Aðalhlutverk: Ray Liotta, Clifton Powell, Kevin Chapman, Shawn Hatosy, Charlotte Ross, Ele Bardha, Linda Boston, Gordon Michaels, Jack Moore, Inbar Lavi, Tiren Jhames, Stephanie Cotton.
Leikstjóri: Chris Fisher
Handrit: Ed Gonzalez, Jeremy Haft
Lengd: 92 mínútur
Útgefandi: Sena
This is a SEO version of DVD-juli_2011_web. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »