Page 12 - DVD-juli_2011_web

This is a SEO version of DVD-juli_2011_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

12 myndir mánaðarins

Glæponinn Mitchell (Colin Farrell) er nýlosnaður úr fangelsi og er að reyna að losna úr glæpaheiminum svo hann þurf aldrei að þola fangelsisvist á ný.

Hann neyðist hins vegar til að taka að sér ýmis verkefni fyrir glæpamenn vegna fortíðar sinnar og þarf að gera sitt besta til að vera ekki gómaður.

Einn daginn fær hann svo verkefni sem hann tekur fagnandi: að vera lífvörður kvikmyndastjörnunnar Charlotte (Keira Knightley), sem hefur fengið meira en nóg af aðgangshörku ljósmyndara og brjálaðra aðdáenda. Eftir því sem þau kynnast svo betur falla þau smám saman fyrir hvort öðru, en fortíðin er dugleg að leita fólk uppi. Brátt er Mitchell farinn að berjast með kjafti og klóm við glæpamenn sem vilja hann dauðan með öllum mögulegum ráðum á sama tíma og hann neyðist til að kljást við stjörnuóða aðdáendur Charlotte.

London Boulevard

Það velja ekki allir glæpamenn að vera það sem þeir eru

Punktar

• Þetta er fyrsta leikstjórnarverkefni Williams Monahan, en hann hefur gert garðinn frægan sem handritshöfundur mynda á borð við The Departed, Body of Lies, Edge of Darkness og Kingdom of Heaven.

• Colin Farrell er áberandi í júlíblaðinu, því hann leikur einnig í The Way Back, sem kemur á DVD í mánuðinum, og gamanmyndinni Horrible Bosses sem kemur í bíó í júlí.

• Keira Knightley birtist einnig í stóru hlutverki í Never Let Me Go, sem kemur á DVD í lok júlí.

• Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu eftir Ken Bruen.

SPENNA / DRAMA

Aðalhlutverk: Colin Farrell, Keira Knightley, Ray Winstone, David Thewlis, Anna Friel, Stephen Graham, Ben Chaplin, Eddie Marsan, Matt King, Sanjeef Bhaskar, Ophelia Lovibond

Leikstjóri: WilliamMonahan

Handrit: WilliamMonahan, byggt á skáldsögu e. Ken Bruen

Lengd: 103 mínútur

Útgefandi: Myndform

.

í

DÓMAR

60/100 60/100 60/100 63/100

This is London Sky Movies

Movies for the Masses IMDb.com

7. Júlí

Middle Men er einskonar Boogie Nights fyrir netkynslóðina og skartar einvalaliði leikara svo sem Luke Wilson, Giovanni Ribisi, James Caan, Gabriel Macht og Kelsey Grammer. Sagan segir frá upphafsmönnum klámvæðingar netsins í gegnum góðlátlegt grín.

Jack Harris (Wilson) sér fyrir sér sand af seðlum þegar honum dettur í hug að sameina klámiðnaðinn og hið nýja og vinsæla internet. Hann kemur á fót fyrirtæki og líkt og hann vonaði þá rakar hann inn peningum. Í stuttu máli leikur lífið við hann.

Verandi frekar venjulegur gaur kann hann illa við það þegar hversdagslíf hans fer smám saman á flug. Allt í einu þarf hann að glíma við duttlungafullar klámstjörnur, alríkislögregluna, glæpona af ýmsum gerðum, hryðjuverkamenn, rússnesku mafíuna og fleiri sem hóta að hirða af honum aleiguna eða vilja í það minnsta fá sinn skerf af klámkökunni. Allt í einu virðist meðaljóninn hafa það bara helvíti fínt.

Middle Men

Viðskipti eru eins og kynlíf – að komast inn er auðvelt,

að draga sig í hlé er erfðara

Punktar

• Byggt á sannri sögu Christophers Mallick, eins framleiðenda myndarinnar. Hann á enn klámnetfyrirtæki.

• Ron Cadwell, sem leikur leigubílsstjóra, er einnig eigandi klámfyrirtækis á netinu og góður vinur Christopher Mallick.

• Myndin skartar allgóðri

tónlistarblöndu, en í henni má heyra Patsy Cline, Tears for Fears, Outkast, Moby, Luis Prima, The Rolling Stones og 2Pac ásamt feirum. • Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, George Gallo, skrifaði handritið að Bad Boys myndunum, Wise Guys, Midnight Run og The Whole Ten Yards svo fátt eitt sé nefnt.

.

í

DÓMAR

*** 75/100 75/100 75/100 60/100 68/100 60/100

Rolling Stone New York Post USA Today

The Hollywood Reporter IMDb.com Metacritic.com

GAMAN

Aðalhlutverk: Luke Wilson, Giovanni Ribisi, Gabriel Macht, James Caan, Kelsey Grammer, Terry Crews, Jacinda Barrett

Leikstjóri: George Gallo

Handrit: George Gallo og Andy Weiss

Lengd: 105 mínútur

Útgefandi: Samflm

Page 12 - DVD-juli_2011_web

This is a SEO version of DVD-juli_2011_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »