This is a SEO version of DVD-juni_2011_web. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »31 myndir mánaðarins
30. júní
Spennutryllirinn Vanishing on 7th Street gerist í stórborginni Detroit. Luke Ryder (Hayden Christensen) er þekktur sjónvarpsmaður sem uppgötvar dag einn, þegar hann er á leið í vinnuna, að hreinlega allir borgarbúar virðast hafa gufað upp. Um borgina standa yfrgefnir bílar á víðavangi, þar sem fólk hefur verið eru nú einungis fatahrúgur og auk þess er rafmagnið smám saman að fara.
Eftir að hafa vafrað um í nokkurn tíma rekst Luke á Rosemary (Thandie Newton), hinn munaðarlausa James (Jacob Latimore) og einfarann Paul (John Leguizamo). Ákveða þau að halda hópinn, því ókunn ógn herjar á þau í ofanálag. Hvar sem myrkrið leynist eru þau ofsótt af skuggamyndum fólks og skepna sem virðast helst af öllu vilja drepa þau. Fjórmenningarnir reyna hvað þau geta að halda sig í ljósinu, en það er erftt þegar rafmagnið er farið og sólin kemur sífellt seinna upp...
Vanishing on 7th Street
Óttinn býr í myrkrinu
Punktar
• Leikstjórinn Brad Anderson hefur áður gert hina eftirminnilegu The Machinist, þar sem Christian Bale létti sig hættulega mikið fyrir hlutverk sitt.
• Anderson mun næst leikstýra spennumyndinni Jack, og hafa Samuel L. Jackson og Liev Schreiber þegar verið ráðnir til að leika í henni.
• Hayden Christensen mun næst leika í hasar/ævintýra/gaman/glæpa/ spennumyndinni Money for Nothing, á móti Gary Oldman.
• Thandie Newton á Zimbabwe-íska móður og skírnarnafn hennar, Thandiwe, þýðir „elskuð.“
SPENNA
Aðalhlutverk: Hayden Christensen, Thandie Newton, John Leguizamo, Jacob Latimore, Taylor Groothuis, Jordan Trovillion, Arthur Cartwright
Leikstjóri: Brad Anderson
Handrit: Anthony Jaswinski
Lengd: 90 mínútur
Útgefandi: Myndform
0.
í
DÓMAR
75/100 70/100 70/100 63/100 50/100 51/100
Reel Film Los Angeles Times Village Voice New York Post IMDb.com
RottenTomatoes.com
Fyrir nokkrum mánuðum ákváðu Sambíóin að stofna sína eigin miðasölusíðu á netinu, Sambio.is og hætta að nota síðuna Miði.is, sem hafði lengi verið miðlæg síða landsmanna sem vildu vita alla bíótíma á einum stað. Síðan þá hafa margir rekið sig á að þurfa að leita á í það minnsta tveimur síðum til að komast að því hvenær myndir dagsins væru í sýningu.
Við á Myndum mánaðarins vildum því bara minna lesendur á að á uppáhaldsvefnum okkar, Kvikmyndir.is , eru allir bíótímar landsins á einum stað. Það á við um bíóhús Senu, Myndforms, Samfilm og meira að segja sjálfstæða kvikmyndahúsið Bíó Paradís, en auðvelt er að fletta upp öllum bíótímum dagsins í hvaða bíói sem er á
Kvikmyndir.is/homepage/bio . Jafnvel er hægt að velja hvort flokkað er eftir bíóhúsum eða kvikmyndum til að auðvelda leitina. Ef þið ætlið að finna bíómynd til að kíkja á er því fljótlegast að fara þangað.
Bara svo þið vitið það!
ALLIR BÍÓTÍMAR – Í ÖLLUM BÍÓUM – AÐGENGILEGIR Á KVIKMYNDIR.IS
This is a SEO version of DVD-juni_2011_web. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »