Page 32 - DVD-juni_2011_web

This is a SEO version of DVD-juni_2011_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

32 myndir mánaðarins

Þriðja myndin um FBI-fulltrúann óhefðbundna, Malcolm Turner, skartar sem fyrr Martin Lawrence í aðalhlutverkinu, en nú hefur Brandon T. Jackson bæst í hópinn, en hann fer með hlutverk stjúpsonar Malcolms, Trent. Síðastliðin 11 ár hefur Malcolm oftar en einu sinni og oftar en tvisvar þurft að bregða sér í kvengervi sitt sem hin íturvaxna Big Momma til að upplýsa alls kyns glæpamál. Í þetta sinn heimsækir sonurinn Trent hann á meðan hann er í dulargervi í miðju máli og verður í kjölfarið vitni að morði. Til að vernda Trent frá glæpamönnunum sem frömdu verknaðinn

neyðist Malcolm til að bregða sér enn og aftur í gervi Big Momma, og það sem meira er, Trent þarf að dulbúast sem frænka Big Momma, Charmaine, svo að þeir geti komist vandræðalaust inn í listaskóla fyrir stúlkur, þar sem glæpur hefur verið framinn og aðeins Malcolm getur upplýst.

Um leið og þetta gerist hrífst Trent af einni stúlkunni við listaskólann á meðan Big Momma er hundelt af húsverðinum Kurtis (Faizon Love), sem hefur kolfallið fyrir stórgerðum sjarma hennar. En glæponarnir eru ekki langt undan...

Punktar

• Í Bandaríkjunum heitir myndin Big Mommas: Like Father, Like Son. • Martin Lawrence hefur nóg að gera þessi misserin, en eftir að hafa birst í Wild Hogs, Welcome Home Roscoe Jenkins, College Road Trip og Death at a Funeral á síðustu tveimur árum, mun hann leika eitt aðalhlutverkanna í The Skank Robbers, sem von er á á þessu eða næsta ári, auk þess sem ekki hefur verið loku fyrir það skotið að Bad Boys 3 muni birtast á næsta ári.

• Brandon T. Jackson vakti fyrst verulega athygli í Tropic Thunder árið 2008 og hefur síðan þá birst í myndum á borð við The Day the Earth Stood Still, Fast & Furious, Tooth Fairy og Percy Jackson: The Lightning Thief.

• Í Póllandi gengur myndin undir nafninu Agent XXL.

• Jessica Lucas, sem leikur Haley, hefur vakið athygli í þáttunum Melrose Place og kvikmyndunum Cloverfield, The Covenant og She‘s the Man.

• Hin unga Portia Doubleday, sem leikur Jasmine, hefur áður komið Íslendingum fyrir sjónir í gamanmyndinni Youth in Revolt.

• Í Þýskalandi var myndin klippt örlítið til að lækka aldursstimpilinn í „Bönnuð innan 6 ára.“

• Þegar Martin Lawrence var unglingur keppti hann sem boxari.

GAMAN

Aðalhlutverk: Martin Lawrence, Brandon T. Jackson, Jessica Lucas, Portia Doubleday, Faizon Love, Ana Ortiz, Max Casella, Michelle Ang, Emily Rios, Henri Lubatti

Leikstjóri: John Whitesell

Handrit: Matthew Fogel

Kvikmyndataka: Anthony B. Richmond

Tónlist: David Newman

Lengd: 107 mínútur

Útgefandi: Sena

.

DÓMAR

AÐSÓKN

Bandaríkin:

37,8 milljónir dollara – 5 vikur á topp 20

Á heimsvísu:

80,4 milljónir dollara

Ísland:

6.896 áhorfendur – 2 vikur á topp 10 / #23 árið 2011

Movieline Variety IMDb.com

60/100 50/100 33/100

Big Momma‘s House 3

Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni

30. júní

Page 32 - DVD-juni_2011_web

This is a SEO version of DVD-juni_2011_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »