This is a SEO version of DVD-juni_2011_web. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »30 myndir mánaðarins
Verðlaunamyndin Blue Valentine segir frá Dean Pereira (Ryan Gosling) og Cindy Heller Pereira (Michelle Williams) sem eru ung og nýgift. Þau eiga ekki mikinn pening, en una þó líf sínu sæmilega í New York, þar sem Dean vinnur sem málari og Cindy sem hjúkrunarkona. Þau eiga dótturina Frankie og vilja færa henni betri æsku en þau nutu. Dean hætti námi í menntaskóla, fjölskylda hans var í molum og nýtur átakaleysisins í vinnunni sinni. Cindy átti heldur ekki neina fyrirmyndaforeldra, og fyrra samband hennar hefur mikil áhrif á væntingar hennar til sambandsins við Dean. Það veldur núningi á milli þeirra og reynir á sambandið. Til að brjóta upp á hversdaginn ákveða Dean og Cindy að fara burt yfr eina nótt án Frankie, en þessi smáferð þeirra á eftir að hafa mikil áhrif á þau bæði til frambúðar.
Blue Valentine
Ástarsaga úr raunveruleikanum
Punktar
• Upphaflega átti að taka myndina upp um vorið 2008, en því var frestað vegna dauða Heath Ledger. Michelle Williams, sem leikur Cindy, var kærasta Heaths á þeim tíma. Aðstandendur myndarinnar vildu frekar bíða eftir því að hún jafnaði sig en að fá aðra leikkonu í hlutverkið. • Gosling og Williams bjuggu saman í leiguíbúð í þrjár vikur til að undirbúa sig fyrir hlutverk sín í myndinni. • Nafn myndarinnar er byggt á samnefndri plötu frá Tom Waits. • Margt við persónu Deans er byggt á lífi Dereks Cianfrance, leikstjóra myndarinnar.
DRAMA
Aðalhlutverk: Ryan Gosling, Michelle Williams, Faith Wladyka, John Doman, Mike Vogel, Marshall Johnson, Jen Jones, Maryann Plunkett
Leikstjóri: Derek Cianfrance
Handrit: Derek Cianfrance, Cami Delavigne, Joey Curtis
Lengd: 112 mínútur
Útgefandi: Myndform
3.
í
DÓMAR
100/100 100/100 100/100 100/100 77/100 87/100
San Francisco Chronicle USA Today New York Daily News A.V. Club IMDb.com
RottenTomatoes.com
23. júní
The Rite er spennutryllir með Anthony Hopkins og Colin O‘Donoghue í aðalhlutverkum, en auk þeirra leika Alice Braga, Ciaran Hinds, Franco Nero, Rutger Hauer og Toby Jones stór hlutverk. Myndin segir frá kaþólska prestinum Michael Kovak (O‘Donoghue), sem er sendur til Rómar til að læra djöflasæringar, en fréttir af andsetnu fólki eru farnar að berast víða að. Michael er efasemdarmaður og trúir ekki að djöfullinn láti fólk fremja syndir, hvað þá að hann taki sér bólfestu í því. Hann tekur þó þátt í námskeiðinu með semingi, en á meðan á dvöl hans í Róm stendur hittir hann gamalreynda prestinn Lucas (Hopkins), sem er fenginn til að sannfæra Michael með öllum ráðum, en gengur brösuglega við það, jafnvel þó hann fari með Michael til að fremja særingu á andsetinni ungri konu. Þegar Lucas sjálfur fer svo að haga sér undarlega fara hins vegar tvær grímur að renna á efasemdarmanninn Michael.
The Rite
Þú getur aðeins sigrast á djöfinum ef þú trúir á hann
Punktar
• Myndin er byggð á bókinni The Making of a Moden Exorcist eftir Matt Baglio, en hún kom út árið 2009. Baglio þessi fór á særinganámskeið á vegum Páfagarðs til að undirbúa gerð bókarinnar, en þau eru haldin í raun og veru.
• Fyrsta stikla myndarinnar innihélt tónlist úr myndinni Dracula, en þar fór Anthony Hopkins einmitt með aðalhlutverkið.
• Leikstjórinn Mikael Håfström hefur greinilega mikinn áhuga á hinu yfrnáttúrulega, en meðal fyrri mynda hans eru 1408, Drowning Ghost og Evil. • Tungumálið sem Rutger Hauer heyrist tala er Ungverska. Það sem hann segir má þýða svo: Ástin mín, blómið mitt, yndið mitt.
• Send í kvikmyndahús undir nafninu Denial eða „Afneitun.“
3.
í
DÓMAR
75/100 75/100 65/100 60/100 61/100
Roger Ebert
San Francisco Chornicle Movieline Empire IMDb.com
SPENNA
Aðalhlutverk: Colin O‘Donoghue, Anthony Hopkins, Alice Braga, Ciaran Hinds, Rutger Hauer, Toby Jones, Franco Nero, Maria Grazia Cucinotta
Leikstjóri: Mikael Håfström
Handrit: Michael Petroni, byggt á bók e. Matt Baglio
Lengd: 114 mínútur
Útgefandi: Samflm
VERÐLAUN
Óskarsverðlaun 2011
1 tilnefning: Besta aðalleikkona – Michelle Williams
Annað: 2 verðlaun af 20 tilnefningum
This is a SEO version of DVD-juni_2011_web. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »