This is a SEO version of DVD-juni_2011_web. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »29 myndir mánaðarins
Gamanmyndin Potiche segir frá Suzanne Pujol (Catherine Deneuve), eiginkonu eiganda stórrar regnhlífaverksmiðju í Frakklandi. Hún fór í háskóla og veit sínu viti, en eiginmaðurinn Robert (Fabrice Luchini) hefur aldrei viljað hlusta á hennar ráð eða veita henni nokkra ábyrgð sem er stærri en sunnudagssteikin. Þegar starfsmenn verksmiðjunnar gera einn daginn uppreisn gegn hörðu yfrvaldinu í verksmiðjunni og fara í verkfall fær það svo á Robert að hann fær hjartaáfall. Þar sem hann er of veikburða til að stjórna verksmiðjunni ákveður Suzanne að hennar tími sé kominn. Hún tekur við stjórnartaumunum og ákveður að gera hlutina eftir sínu höfði, svona einu sinni. Það er þó hægara sagt en gert, því hún mætir andstöðu frá öðrum forkólfum fyrirtækisins, sem allir eru hinar mestu karlrembur, og til að byrja með er lítið mark tekið á kvenforstjóra. Svo bætist við óvænt rómantík við gamla kærastann, Maurice (Gérard Depardieu), sem er fyrrum verkalýðsleiðtogi...
Potiche
Hún hefur verið til skrauts í mörg ár. En ekki mikið lengur.
Punktar
• Á frönsku þýðir „potiche“ bókstafega skrautvasi, en hefur orðið samheiti fyrir eiginkonur sem eru svokallaðar „puntudúkkur“, eða það sem Englendingar kalla „trophy wife“.
• Myndinni hefur sérstaklega verið hælt af gagnrýnendum fyrir frammistöðu Catherine Deneuve, sem þykir sýna eina bestu leikframmistöðu sína á ferlinum. • Árið 1983 kom út sjónvarpsmyndin Potiche, sem þessi mynd er lauslega byggð á, auk upprunalega leikritsins eftir Pierre Barillet og Jean-Pierre Grédy. • Myndin var tekin upp að nánast öllu leyti í Belgíu.
GAMAN
Aðalhlutverk: Catherine Deneuve, Gérard Depardieu, Fabrice Luchini, Karin Viard, Judith Godréche, Jérémie Renier, Évelyne Dandry, Élodie Frégé
Leikstjóri: Francois Ozon
Handrit: Francois Ozon, byggt á leikriti e. Pierre Barillet og Jean-Pierre Grédy
Lengd: 103 mínútur
Útgefandi: Sena
3.
í
DÓMAR
83/100 80/100 75/100 75/100 68/100 84/100
A.V. Club
New York Daily News Roger Ebert ReelViews IMDb.com
RottenTomatoes.com
23. júní
Árið er 1961 og Adam Stein (Jeff Goldblum) er sjúklingur á geðsjúkrahúsi í Ísrael. Þessi stofnun var sett á laggirnar fyrir þá sem lifðu af útrýmingarbúðir nasista í seinni heimsstyrjöldinni. Adam þessi er afar sérstakur, þar sem hann getur lesið hugsanir og kemur læknunum sífellt á óvart með sjarma sínum og óvæntum brellum og brögðum.
Ástæðan fyrir þessu er sú að fyrir stríðið var hann vinsæll skemmtikraftur, elskaður af bæði almenningi og nasistum – þar til hann var sendur í útrýmingarbúðirnar. Hann náði að bjarga lífi sínu með því að bjóðast til að verða „hundur“ herforingjans Klein (Willem Dafoe) og skemmti honum í því hlutverki á sama tíma og eiginkona og dóttir Adams voru sendar í gasklefann. Nú, mörgum árum eftir stríðið, er Adam ennþá að venjast því að vera „maður“ aftur og komast yfir atburðina í stríðinu. En hjálpin á eftir að koma frá óvæntum stað...
Adam Resurrected
Í klikkuðum heimi var besta leiðin til að lifa af
að vera klikkaður sjálfur
Punktar
VERÐLAUN
• Jeff Goldblum hefur fengið lofsamlega dóma fyrir leik sinn í myndinni. Það hefur farið lítið fyrir honum í kvikmyndum undanfarin ár eftir að hann varð einn af vinsælustu leikurum heims á tíunda áratugnum, þá helst fyrir leik sinn í Jurassic Park-myndunum.
• Goldblum hefur einbeitt sér meira að sjónvarpsleik að undanförnu, m.a. í þáttunum Raines og Law & Order: Criminal Intent.
• Paul Schrader á langan feril að baki sem leikstjóri en jafnvel lengri sem handritshöfundur. Á hann heiðurinn að handritum myndanna Taxi Driver, Raging Bull og The Last Temptation of Christ, svo dæmi sé tekið. • Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu eftir Yoram Kaniuk.
Valladolid Internation Film Festival 2009 1 verðlaun: Besta tónlist
3.
í
DÓMAR
100/100 80/100 75/100 70/100 63/100 58/100
Village Voice
The Hollywood Reporter A.V. Club
Boxoffce Magazine IMDb.com Metacritic.com
DRAMA
Aðalhlutverk: Jeff Goldblum, Willem Dafoe, Derek Jacobi, Ayelet Zurer, Hana Laszlo, Joachim Król, Jenya Dodina, Tudor Rapiteanu, Veronica Ferres
Leikstjóri: Paul Schrader
Handrit: Noah Stollman, byggt á bók e. Yoram Kaniuk
Lengd: 106 mínútur
Útgefandi: Myndform
This is a SEO version of DVD-juni_2011_web. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »