Page 28 - DVD-juni_2011_web

This is a SEO version of DVD-juni_2011_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

28 myndir mánaðarins

23. júní

Yogi Bear endurnýjar kynni okkar af hinum ástsæla grábirni Jóga og vini hans, Bóbó. Jógi (Dan Aykroyd) og Bóbó (Justin Timberlake) búa í Jellystone-þjóðgarðinum og fnnst fátt skemmtilegra en að nappa nestiskörfum af grandalausum gestum í útilegum. Þjóðgarðsvörðurinn Smith (Tom Cavanagh) reynir hvað hann getur til að stöðva Jóga og Bóbó í þessum prakkaraskap sínum, en gengur illa.

Á sama tíma kemst borgarstjórinn Brown (Andrew Daly) að því að borgin er í miklum fjárhagskröggum og þarf að fnna lausn á því vandamáli sem fyrst. Hann ákveður að sú lausn felist í stórfelldu skógarhöggi í Jellystone-þjóðgarðinum og er garðinum lokað svo skógarhöggið geti hafst. Nú horfa Jógi og Bóbó, ásamt þjóðgarðsverðinum Smith og heimildarmyndagerðarkonunni Rachel (Anna Faris), fram á að heimili þeirra sé í hættu og taka þau höndum saman um að bjarga garðinum frá sorglegum örlögum, en til þess þurfa þau grípa til óvenjulegra aðgerða.

Yogi Bear

Þessir birnir hafa ráð undir rif hverju

Punktar

• Jógi björn birtist fyrst í teiknimyndaþáttum frá Hanna-Barbera árið 1961, og hafa verið sýndir margoft bæði hér á landi og um allan heim. Þetta er í fyrsta sinn sem hann birtist í leikinni mynd, þó hann sjálfur sé reyndar tölvugerður.

• Í Bandaríkjunum var þrívíddarstuttmyndin Rabid Rider sýnd á undan Yogi Bear í bíóum, en í henni eru aðalpersónurnar hinar þekktu Wile E. Coyote og Road Runner.

• Leikstjóri myndarinnar, Eric Brevig, er sá sami og leikstýrði Journey to the Center of the Earth.

• Fjölmargir nemendur Daws Butler, sem talaði upphafega fyrir Jóga björn vestanhafs sendu Dan Aykroyd upptökur af Butler þar sem hann útskýrði hvernig tala ætti eins og Jógi. Aykroyd hlustaði ekki á upptökurnar en hann vildi heldur gera sína útgáfu af birninum fræga.

GAMAN

ÍSLENSKT TAL

Aðalhlutverk: Dan Aykroyd, Justin Timberlake, Anna Faris, Tom Cavanagh, T.J. Miller, Nathan Corddry, Andrew Daly, Josh Robert Thompson, David Stott

Leikstjóri: Eric Brevig

Handrit: Jeffrey Ventimilia, Joshua Sternin, Brad Copeland

Lengd: 80 mínútur

Útgefandi: Samflm

3.

í

DÓMAR

75/100 67/100 60/100 55/100 41/100 35/100

San Francisco Chronicle Entertainment Weekly Village Voice Movieline IMDb.com Metacritic.com

TerrenceMalick-myndin TheTreeof Life hirtiGullpálmannákvikmyndahátíðinni í Cannes, eins og spáð var fyrir. Hin ofurfeimni leikstjóri megnaði ekki að taka á móti verðlaunum sjálfur en getur fagnað í einrúmi. Myndin fjallar um þrjá bræður og fjölskyldu þeirra á sjötta áratugnum, en sá elsti er sviptur sakleysinu og vex úr grasi sem týnd sál. Sean Penn , Brad Pitt og Jessica Chastain fara með aðalhlutverk.

Jafntefli var um Grand Prix-verðlaunin og deildu The Kid with a Bike eftir Jean-Pierre og Luc Dardenne og Once Upon a Time in Anatolia eftir Nuri Bilge Ceylan með sér verðlaununum. Leikstjóraverðlaunin fékk Nicolas Winding Refn , þekktastur fyrir Pusher myndirnar, fyrir Drive sem skartar Ryan Gosling (er hann alls staðar?) og Carey Mulligan í aðalhlutverkum. Dómnefndarverðlunin hlaut Polisse í leikstjórn Maiwenn Le Besco, sem fjallar um fréttakonu sem flækist í ástarsamband við rannsókn á málum lögreglunnar.

Kirsten Dunst hlaut verðlaun fyrir leik sinn í Melancholia eftir Lars Von Trier en myndin féll annars í skugga ummæla leikstjórans á blaðamannafundi. Kirsten þakkaði Trier þó samstarfið við afhendingu verðlaunanna og lét hafa eftir sér orðin „Hvílík vika!“ um atburðina. Í karlaflokki hlaut Jean Dujarin verðlaunin fyrir frammistöðu sína í The Artist .

MALICK MEÐ GULLPÁLMANN Í HÖNDUNUM

Page 28 - DVD-juni_2011_web

This is a SEO version of DVD-juni_2011_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »