Page 25 - DVD-juni_2011_web

This is a SEO version of DVD-juni_2011_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

25 myndir mánaðarins

Byggð á bók William Nack, Secretariat: The Making of a Champion. Secretariat segir frá Penny Chenery (Diane Lane) sem heldur heim eftir fráfall móður sinnar. Faðir hennar er veikburða og hesthús þeirra, Meadow Staples, hefur munað fífl sinn fegurri. Við komu sína heim fréttir hún af spilltum þjálfara sem ætlaði sér að ganga frá rotinni sölu áður en móðir þeirra stöðvaði hann. Penny rekur þjálfarann og áður en hún veit af er hún orðin yfrmaður á svæðinu, reyndar með talsverðri hjálp frá gömlum þjálfara að nafni Lucien Laurin (John Malcovich). Þetta er nú einu sinni karlaveldi og húsmóðirin unga veit lítið um veðreiðar. Þrátt fyrir það tekst þeim að þjálfa Secetariat sem mun hlaupa með þau á vit ævintýra sem Penny hefði aldrei dreymt um að gætu ræst. Með komu sinni heim í Meadow Staples hefur Penny hrundið af stað atburðarrás sem mun ala af sér eitt besta veðhross allra tíma.

Secretariat

Ótrúlega sönn saga

Punktar

• Secretariat setti ekki aðeins met í Kentucky veðreiðunum heldur hljóp hann hraðar hverja kvartmílu af reiðunum. Það þýðir að hann var enn að ná upp hraða þegar þeim lauk. Secretariat á enn hraðamet á brautinni.

• Öll veðreiðaatriðin eru endurgerðir nema eitt, Preakness keppnin sem sést á sjónvarpsskjá.

• Fimm hross léku Secretariat við gerð myndarinnar.

• Nelsan Ellis, sem leikur Eddie Sweat, var bitinn í magann, honum ýtt og á honum trampað af mismunandi hrossum við tökur.

• Diane Lane kallaði ljósu hárkolluna sína Peaches, en hún var eftirgerð af hári Jackie Onassis og myndir af forsetafrúnni fyrrverandi voru upp um alla veggi í förðunarvagninum. DRAMA

Aðalhlutverk: Diane Lane, John Malkovich, Amanda Michalka, Margo Martindale, Dylan Walsh, Scott Glenn, Kevin Connolly, Dylan Baker, Drew Roy

Leikstjóri: Randall Wallace

Handrit: Mike Rich byggt á bók William Nack

Kvikmyndataka: Dean Semler

Tónlist: Nick Glennie-Smith

Lengd: 123 mínútur

Útgefandi: Samflm

3.

í

DÓMAR

100/100 90/100 88/100 80/100 71/100 64/100

Roger Ebert Variety Boston Globe

The Hollywood Reporter IMDb.com

RottenTomatoes.com

23. júní

VERÐLAUN

Satellite verðlaunin

2 tilnefningar: fyrir besta hljóð og kvikmyndatöku.

1 önnur tilnefning

Þeir sem hafa litið á kynningarsíður DVD-myndanna í þessu tölublaði hafa án efa tekið eftir því að breytingar hafa orðið á framsetningu dóma fyrir myndirnar. Áður voru dómar og stjörnugjafir frá hverjum miðli sem við tiltókum gefnir í stjörnufjölda þess miðils, hvort sem um var að ræða miðil sem gaf mest fjórar eða fimm stjörnur. Þetta olli því að misræmis gætti milli „fimm stjörnu“ og „fjögurra stjörnu“ miðla, auk þess sem margir miðlar, sér í lagi í Bandaríkjunum, gefa einkunnir í bókstöfum frá A til F, sem nánast ómögulegt er að færa yfir í stjörnur, og því gátum við ekki tiltekið þá miðla, þó margir þeirra séu meðal kvikmyndagagnrýnenda heims.

Því var ákveðið að breyta framsetningunni hér í blaðinu í 100 stiga kvarða, eins og þann sem áhorfendavefurinn Internet Movie Database og vefirnir Rotten Tomatoes og Metacritic, safnvefir helstu gagnrýnenda heims, nota. Þannig næst betra samræmi í einkunnagjöf og auðveldara verður að sjá hvernig dóma mynd er í raun að fá. Þannig breytast fimm stjörnur af fimm eða fjórar af fjórum báðar í „100/100“, á meðan fjórar stjörnur af fimm verða „80/100“. Við vonum að þessi breyting auðveldi ykkur, lesendum, að sjá hvernig dóma myndirnar sem eru að koma út fá. Ef þið lumið á fleiri hugmyndum til bóta fyrir blaðið, ekki hika við að senda þær á ritstjórann, erlingur@kvikmyndir.is.

BREYTINGAR Á KYNNINGARSÍÐUM – ALLIR DÓMAR Í TÖLUM

*****

100/100

Page 25 - DVD-juni_2011_web

This is a SEO version of DVD-juni_2011_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »