Page 24 - DVD-juni_2011_web

This is a SEO version of DVD-juni_2011_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

24 myndir mánaðarins

Franska metaðsóknarmyndin Little White Lies segir frá ríka veitingahúsaeigandanum Max (Francois Cluzet) og eiginkonunni Véronique (Valérie Bonneton), sem bjóða vinum sínum árlega í frí í strandhúsið sitt, þar sem veigarnar fjóta og fjörið ræður för.

Þetta ár verður þó frábrugðið þeim fyrri því einn af vinunum, Ludo (Jean Dujardin), slasast illa í mótorhjólaslysi. Slysið setur af stað keðjuverkun tilfnningasemi innan vinahópsins. Þegar fríið fer svo af stað fara vinirnir, einn af öðrum, að láta niður grímuna sem þeir hafa alltaf haldið uppi varðandi sín eigin vandamál og samskipti sín við hina. Aldrei hafa þau látið hina vita hvað fer í taugarnar á þeim við hvert annað, en þegar slíkt er afhjúpað eftir að hafa verið grafð niðri árum saman eiga afeiðingarnar eftir að vera óafturkræfar fyrir alla í hópnum. Eru þau nógu sterk til að höndla sannleikann?

Little White Lies

Sannleikurinn getur verið sársaukafyllri en hvít lygi

Punktar

• Myndin var fjórða vinsælasta mynd ársins í Frakklandi í fyrra, aðeins á eftir Harry Potter and the Deathly Hallows: Part 1, Shrek Forever After og Alice in Wonderland, og fyrir ofan myndir eins og Inception, Toy Story 3, Tangled, Iron Man 2 og Twilight-myndina Eclipse. • Myndin sem Marie og Éric eru að horfa á í einu atriðinu heitir Scarecrow og er frá 1973.

• Á frummálinu, frönsku, heitir myndin Les Petits Mouchoirs.

• Marion Cotillard, sem leikur Marie, mun næst birtast í Woody Allen-myndinni Midnight in Paris, Sci-f tryllinum Contagion og Batman-myndinni The Dark Knight Rises. Það er því nóg að gera hjá henni.

GAMAN / DRAMA

Aðalhlutverk: Francois Cluzet, Marion Cotillard, Benoit Magimel, Gilles Lellouche, Jean Dujardin, Laurent Laftte, Valérie Bonneton, Pascale Arbillot

Leikstjóri: Guillaume Canet

Handrit: Guillaume Canet

Lengd: 154 mínútur

Útgefandi: Myndform

6.

í

DÓMAR

80/100 60/100 60/100 60/100 70/100 48/100

Empire Birmingham Post This is London Time Out IMDb.com

RottenTomatoes.com

16. júní

The Romantics segir frá sjö vinum sem tengdust sterkum böndum í háskóla, en hafa haldið hver í sína áttina, að mestu leyti, síðan þá. Nú, sex árum síðar, eru tveir vinanna, Lila (Anna Paquin) og Tom (Josh Duhamel) að fara að gifta sig og ákveða að kalla vinahópinn saman að nýju í tilefni af því. Laura (Katie Holmes), Minnow (Dianna Agron), Jake (Adam Brody), Tripler (Malin Akerman) og Chip (Elijah Wood) mæta öll á svæðið stuttu fyrir brúðkaupið, en Laura á að vera brúðarmær Lilu.

Það sem flækir málin þó töluvert er að Laura og Tom voru saman í háskóla, en skildu að skiptum á nokkuð sársaukafullan hátt. Laura hefur aldrei komist almennilega yfir Tom og Tom virðist sjálfur nokkuð ringlaður þegar hann sér Lauru á ný. Þetta setur brúðkaupið að sjálfsögðu í algert uppnám, og ljóst að einhver mun ganga særður frá borði...

The Romantics

Ekkert fækir vináttuna jafn mikið og ástin

Punktar

• Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Galt Niederhoffer, en hún leikstýrði myndinni og skrifaði handritið að henni sjálf.

• Liv Tyler átti upphafega að leika Lauru, en ákvað að hætta við. Þá var Katie Holmes fengin í staðinn. • Katie Holmes er sem kunnugt er eiginkona Tom Cruise, en síðustu ár hefur verið uppi þrálátur orðrómur þess efnis að hann vilji ekki að hún leiki í kvikmyndum og sjái frekar um heimilið. Hún er að afsanna það þessi misserin, því auk þessarar myndar mun hún birtast í gamanmyndinni The Extra Man, spennutryllinum Don‘t Be Afraid of the Dark, sem Guillermo del Toro framleiðir, spennumyndinni The Son of No One og gamanmyndinni Jack and Jill.

6.

í

DÓMAR

75/100 60/100 60/100 50/100 54/100 43/100

New York Post Boxoffce Magazine Time Out New York The Hollywood Reporter IMDb.com Metacritic.com

DRAMA

Aðalhlutverk: Katie Holmes, Anna Paquin, Josh Duhamel, Dianna Agron, Adam Brody, Malin Akerman, Elijah Wood, Candice Bergen, Jeremy Strong, Rebecca Lawrence

Leikstjóri: Galt Niederhoffer

Handrit: Galt Niederhoffer

Lengd: 95 mínútur

Útgefandi: Sena

Page 24 - DVD-juni_2011_web

This is a SEO version of DVD-juni_2011_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »