Page 26 - DVD-juni_2011_web

This is a SEO version of DVD-juni_2011_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

26 myndir mánaðarins

Óskarsverðlaunamyndin The Fighter er sannsöguleg mynd með Mark Wahlberg og Christian Bale í aðalhlutverkum og segir frá hinum fræga boxara Micky Ward.

Micky (Wahlberg) er alltaf kallaður „Sá írski“ og stefnir að því að verða heimsmeistari í veltivigt í hnefaleikum. Þrátt fyrir að vera gæddur miklum líkamlegum hæfleikum er leiðin hvorki bein né greið. Hálfbróðir hans, Dicky (Bale), er einnig mjög hæfleikaríkur og með hans hjálp komst Micky af stað í boxheiminum, en þó fyrstu bardagarnir haf farið vel er löng leið á toppinn fyrir hinn

hæfleikaríka en skapbráða Micky. Auk þess lendir Dicky oft í vandræðumvegna gífurlegrar dópneyslu og fjölda smáglæpa, sem eiga eftir að setja stóran stein í götu Micky. Auk þess gengur móður Micky, Alice (Melissa Leo) sem einnig er umboðsmaður hans, illa að fá almennilega bardaga til að taka þátt í. Þegar honum er svo boðið að æfa við betri aðstæður, án áhrifa frá fjölskyldunni, og hann kynnist hinni jarðbundnu Charlene (Amy Adams) og þau hefja ástarsamband, fer svo allt í háaloft í fjölskyldunni. Getur Micky náð á toppinn með öll þessi vandræði í kringum sig?

Punktar

• Bæði Matt Damon og Brad Pitt komu báðir til greina í hlutverk Dicky áður en Christian Bale var ráðinn.

• Darren Aronofsky átti upphaflega að leikstýra myndinni, en ákvað að gera Black Swan í staðinn.

• Íþróttahúsið sem notað er í myndinni er sami salur og hinni raunverulegi Micky æfði í.

• Wahlberg byrjaði að þjálfa sig fyrir hlutverkið árið 2005. Þrátt fyrir margar frestanir á gerð myndarinnar æfði hann sig á hverjum degi til að vera tilbúinn fyrir tökur hvenær sem er. Það bar svo ávöxt í júlí árið 2009, þegar tökur hófust loksins. • Christian Bale létti sig töluvert fyrir hlutverk sitt, með því að borða mjög lítið. Hann hvarf einnig oft í marga klukkutíma í einu til að undirbúa sig fyrir hlutverkið.

• Myndavélar sem voru notaðar á tíunda áratugnum af HBO við að taka upp boxbardaga voru notaðar í þessari mynd.

• Til að auðvelda fjármögnun myndarinnar fékk Mark Wahlberg, sem einnig var framleiðandi, ekki nein laun fyrir að leika í henni, heldur aðeins hluta af hagnaði hennar, ef einhver yrði (sem var svo töluverður). Christian Bale fékk 250.000 dollara í laun, langtum minna en hann tekur venjulega fyrir hlutverk, einnig gegn prósentu í hagnaði. • Mickey O‘Keefe, sem var raunverulegur þjálfari Mickey Ward, vildi upphaflega ekki leika í myndinni þar sem hann hefði aldrei leikið áður. Mark Wahlberg náði þó að fá hann til að skipta um skoðun.

DRAMA

Aðalhlutverk: Mark Wahlberg, Christian Bale, Amy Adams, Melissa Leo, Mickey O‘Keefe, Jack McGee, Melissa McMeekin, Bianca Hunter, Frank Renzulli

Leikstjóri: David O‘Russell

Handrit: Scott Silver, Paul Tamasy. Eric Johnson

Kvikmyndataka: Hoyte Van Hoytema

Tónlist: Michael Brook

Lengd: 115 mínútur

Útgefandi: Sena

.

DÓMAR

AÐSÓKN

Bandaríkin:

93,6 milljónir dollara - #35 árið 2010 / 14 vikur á topp 20 / #5 yfr boxmyndir frá upphaf

Á heimsvísu:

129,2 milljónir dollara

Ísland:

5.056 áhorfendur - #33 árið 2011 / 2 vikur á topp 10

Empire Orlando Sentinel Salon.com

Entertainment Weekly Newsweek Arizona Republic Slate IMDb.com

RottenTomatoes.com Metacritic.com

100/100 100/100 100/100 91/100 90/100 90/100 90/100 80/100 90/100 79/100

The Fighter

Hann þarf að berjast á feiri stöðum en í hringnum

til að ná árangri

16. júní

Óskarsverðlaun 2011

2 verðlaun / 7 tilnefningum: Besta aukaleikari – Christian Bale / Besta aukaleikkona – Melissa Leo / Besta mynd / Besta aukaleikkona – Amy Adams / Besta leikstjórn / Besta frumsamda handrit / Besta klipping

Golden Globes 2011

2 verðlaun / 6 tilnefningum: Besti aukaleikari – Christian Bale / Besta aukaleikkona – Melissa Leo / Besta dramamynd / Besti leikari í dramamynd – Mark Wahlberg / Besta aukaleikkona – Amy Adams / Besti leikstjóri

Önnur verðlaun: 30 verðlaun / 71 tilnefningu

VERÐLAUN

Page 26 - DVD-juni_2011_web

This is a SEO version of DVD-juni_2011_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »