Page 19 - DVD-juni_2011_web

This is a SEO version of DVD-juni_2011_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

19 myndir mánaðarins

Spennu- og hasarmyndin Elephant White segir frá Curtie Church (Djimon Hounsou), bandarískum málaliða sem hefur sinnt alls kyns hættulegum verkefnum fyrir mis-skuggalega aðila í gegnum tíðina. Nú er hann sendur til Bangkok í Taílandi þar sem viðskiptajöfur nokkur vill að hann hefni fyrir morðið á dóttur sinni.

Þegar þangað er komið fær hann vopn frá Bretanum Jimmy (Kevin Bacon), en verkefnið á heldur betur eftir að snúa upp á sig. Þegar Curtie fer að leita uppi morðingjana er hann ekki lengi að komast að því að í Bangkok á hryllileg mansalsstarfsemi sér stað og að dótturinni hafði verið rænt af þrælasölum. Hann fær Jimmy til að hjálpa sér og vingast við unga stúlku sem var rænt af þrælasölunum en hefur sloppið, en það verður þrautinni þyngra fyrir Curtie að ráða niðurlögum þeirra, því þeir eru bæði margir og stórhættulegir.

Elephant White

Hefndin verður blóðug

Punktar

• Djimon Hounsou hefur tvisvar hlotið Óskarstilnefningu, árið 2004 fyrir aukahlutverk í In America og 2007 fyrir aukahlutverk í Blood Diamond.

• Kevin Bacon hlaut Golden Globe-verðlaun árið 2010 fyrir leik í sjónvarpsmyndinni Taking Chance og hlaut tilnefningu til sömu verðlauna árið 1995 fyrir leik í myndinni The River Wild.

• Bacon hefur ekki verið mjög áberandi undanfarin ár, en birtist í tveimur myndum í þessum mánuði, þessari og svo stórmyndinni X-Men: First Class, sem verður frumsýnd í bíó í upphaf júní. • Leikstjórinn Prachya Pinkaew er þekktastur fyrir að hafa gert bardagamyndina Ong-Bak árið 2003.

SPENNA

Aðalhlutverk: Kevin Bacon, Djimon Hounsou, Tony Teulan, Ron Smoorenburg, Abhijati Jusakul, Sahajak Boonthanakit, Byron Gibson

Leikstjóri: Prachya Pinkaew

Handrit: Kevin Bernhardt

Lengd: 90 mínútur

Útgefandi: Myndform

6.

í

16. júní

E.F. Bloodworth (Kris Kristofferson) hefur snúið aftur til gamla heimabæjarins í afskekktum hluta Tennessee-fylkis eftir að hafa yfirgefið hann fyrir fjörutíu árum og ekkert samband haft við fjölskyldu sína síðan þá.

Eiginkonan sem hann yfirgaf er aðeins skugginn af sjálfri sér og þrír uppvaxnir synir hans eru enn reiðir út í hann fyrir að yfirgefa fjölskylduna svo skyndilega fyrir svo löngu. Warren (Val Kilmer) er kvensamur alkóhólisti, Boyd (Dwight Yoakam) er bitur út í ótrúa eiginkonu sína og Brady (W. Earl Brown) er hreinlega orðinn skrýtinn. E.F. hefur eytt þessum fjörutíu árum á flakki um Bandaríkin þar sem hann hefur skapað sér feril sem kántrísöngvari, en nú er ferillinn á niðurleið, en synirnir hafa litla sem enga samúð með því.

Aðeins Fleming (Reece Thompson), sonarsonur E.F., sér eitthvað gott í honum og sýnir honum einhverja virðingu, en vill í leiðinni ólmur losna undan þeirri bölvun sem hefur fylgt Bloodworth-nafninu áratugum saman, helst í örmum hinnar fögru Raven Lee (Hilary Duff)...

Bloodworth

Tíminn læknar ekki öll sár

Punktar

• W. Earl Brown, sem leikur Brady, skrifaði einnig handritið, sem er byggt á skáldsögunni „Provinces of the Night“ eftir William Gay. • Bæði Dwight Yoakam og Kris Kristofferson eru frægir kántrísöngvarar, fyrir utan að vera þekktir leikarar. • Kris Kristofferson fékk Óskarstilnefningu árið 1985 fyrir tónlistina í Songwriter.

• Frances Conroy, sem leikur Juliu, vann Golden Globe-verðlaun árið 2004 fyrir leik sinn í þáttunum Six Feet Under.

6.

í

DÓMAR

79/100 IMDb.com

DRAMA / TÓNLIST

Aðalhlutverk: Kris Kristofferson, Val Kilmer, Reece Thompson, Hilary Duff, Dwight Yoakam, Frances Conroy, W. Earl Brown, Hilarie Burton, Sheila Kelley

Leikstjóri: Shane Dax Taylor

Handrit: W. Earl Brown, byggt á bók e. William Gay

Lengd: 105 mínútur

Útgefandi: Sena

Page 19 - DVD-juni_2011_web

This is a SEO version of DVD-juni_2011_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »