Page 18 - DVD-juni_2011_web

This is a SEO version of DVD-juni_2011_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

18 myndir mánaðarins

Gamanmyndin No Strings Attached segir frá Adam (Ashton Kutcher) og Emmu (Natalie Portman), sem hafa þekkst um árabil. Adam er sonur frægs leikara sem er óseðjandi kvennabósi og dópisti, en sjálfur er hann nýhættur með kærustu sinni og vinnur sem aðstoðarmaður við sjónvarpsþátt. Emma er ungur læknir sem vinnur 80 tíma á viku og á ekki kærasta vegna þess að hún hefur einfaldlega ekki tíma eða áhuga á því. Eftir að hafa komist að því að pabbi hans er nú með fyrrverandi kærustu hans ákveður Adam að hringja í allar konur í símaskrá sinni, í von

um að einhver þeirra vilji sofa hjá sér. Sú eina sem svarar er Emma. Í framhaldinu komast þau að því að þau eru fullkomnir bólfélagar, hvorugt hefur áhuga á sambandi en bæði hafa löngun í kynlíf. Þau gera með sér samkomulag, með handfylli af reglum, ekkert kúr, engin afbrýðisemi, enginn morgunmatur og ekkert samviskubit.

Í fyrstu gengur afar vel að halda þessu sambandi algerlega á líkamlegum forsendum, en ekki líður á löngu þar til tilfnningar fara að láta á sér kræla. Tilfnningar voru hinsvegar ekki hluti af samkomulaginu.

Punktar

• Upprunalegt nafn myndarinnar átti að vera hið afar smekklega „Fuck Buddies“, en því var snarlega hafnað af kvikmyndaeftirliti Bandaríkjanna. Þá var nafninu breytt í „Friends with Benefits“, en þar sem önnur mynd með Milu Kunis og Justin Timberlake var í framleiðslu undir því nafni var því breytt í No Strings Attached. Stóð valið milli þess og Hooking Up.

• Leikstjórinn Ivan Reitman framleiddi myndina Up in the Air og hlaut Óskarstilnefningu í kjölfarið fyrir bestu mynd.

• Ivan hefur áður leikstýrt myndum eins og Ghostbusters, Twins og Fathers‘ Day. • Reitman má sjá bregða fyrir í myndinni sem leikstjóri þáttanna sem Adam vinnur við.

• Í atriðinu þar sem Wallace tekur mynd af Adam með tveimur konum segir hann „Happy ho-lidays“ en það vísar til lagsins Area Codes með Ludacris, leikaranum sem leikur Wallace.

• Lagið sem faðir Adams syngur fyrir hann á afmæli hans er í raun skrifað og samið af Kevin Kline, sem leikur föðurinn. • Natalie Portman tók því fagnandi að fá að leika persónu svo ólíkri þeirri í Black Swan þó að það haf ekki verið ætlunin þegar hún var fengin til starfsins. • No Strings Attached er einnig heiti á N‘Sync plötu sem ófáir kannast við. • Myndin átti mjög góða opnunarhelgi í bíóhúsum í Bandaríkjunum og var í fyrsta sæti þá helgi með 20,3 milljónir dala í tekjur. • Heyra má allskonar útgáfur af frægum lögum í myndinni, svo sem kántríútgáfu af 99 Problems.

GAMAN

Aðalhlutverk: Natalie Portman, Ashton Kutcher, Cary Elwes, Mindy Kaling, Kevin Kline, Greta Gerwig, Chris „Ludacris“ Bridges, Olivia Thirlby, Jake Johnson

Leikstjóri: Ivan Reitman

Handrit: Elizabeth Meriwether, Mike Samonek

Kvikmyndataka: Rogier Stoffers

Tónlist: John Debney

Lengd: 108 mínútur

Útgefandi: Samflm

.

DÓMAR

AÐSÓKN

Bandaríkin:

70,7 milljónir dollara - #11 árið 2011 / 1 vika #1 / 6 vikur á topp 20

Á heimsvísu:

147,8 milljónir milljónir dollara - #9 árið 2011

Ísland:

6.652 áhorfendur - #24 árið 2011 / 3 vikur á topp 10

Wall Street Journal Philadelphia Inquirer Boston Globe Movieline Village Voice Kvikmyndir.is Roger Ebert IMDb.com

RottenTomatoes.com Metacritic.com

80/100 75/100 75/100 70/100 70/100 60/100 50/100 63/100 49/100 50/100

No Strings Attached

Sumir vinir eru betri en aðrir

16. júní

Page 18 - DVD-juni_2011_web

This is a SEO version of DVD-juni_2011_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »