This is a SEO version of DVD-juni_2011_web. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »20 myndir mánaðarins
Óskarsverðlaunin 2011
10 tilnefningar – Fyrir bestu leikstjórn, handrit byggt á áður útgefnu efni, sem besta mynd, Hailee Steinfeld og Jeff Bridges fyrir leik, kvikmyndatöku, listræna stjórnun, búningahönnun, hljóðklippingu og hljóðblöndun. BAFTA-verðlaunin 2011 1 verðlaun – fyrir kvikmyndatöku.
9 tilnefningar – sem besta mynd, Bridges og Steinfeld fyrir leik, besta handrit byggt á áður útgefnu efni, fyrir leikmynd, búninga og hljóð.
Annað: 19 verðlaun og 71 tilnefning.
VERÐLAUN
True Grit er nýr vestri frá Coen-bræðrum, en með aðalhlutverkin fara stórstjörnurnar Jeff Bridges, Matt Damon og Josh Brolin auk hinnar efnilegu Hailee Steinfeld, en hún hlaut meðal annars tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt. Þá fékk myndin alls tíu tilnefningar til verðlaunanna, fyrir handrit, mynd, leikstjórn og feira.
Myndin gerist árið 1877 í bænum Fort Smith í Arkansas, en þá er Mattie Ross (Steinfeld) 14 ára. Faðir hennar er myrtur á hrottalegan hátt af einum undirmanna sinna, Tom Chaney (Brolin). Chaney fýr af vettvangi með tvo hesta föðursins
og það semmeira er: gull sem var í eigu hans. Mattie vill tafarlausa hefnd og leitar til hins gamalreynda og grjótharða lögreglumanns Rooster Cogburn (Bridges), en hann hafnar umleitunum hennar þrátt fyrir samningshörku Mattie. Það breytist þegar annar lögreglumaður, LaBoeuf (Damon), mætir á svæðið, en hann er einnig á höttunum eftir Chaney. Hann og Rooster taka loks höndum saman til að hafa uppi á Chaney, en þá tekur við hættuleg för þremenninganna um yfrráðasvæði indíánanna til að ná fram hefndum, þar sem ýmislegt kemur á óvart.
Punktar
• Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu frá 1968 eftir Charles Portis.
• Þetta er í annað sinn semmynd eftir þessari sögu er gerð, en árið 1969 var gerður vinsæll vestri sem skartaði John Wayne í aðalhlutverkinu.
• True Grit er tekjuhæsta mynd Coen-bræðra í Bandaríkjunum frá upphaf og sú fyrsta frá þeim sem nær yfr 100 milljónum dollara í tekjur.
• Þetta er þriðja vinsæla mynd Jeff Bridges á rétt um ári, en árið 2010 komu Crazy Heart og TRON Legacy í bíó. Sú fyrrnefnda færði Bridges Óskarsverðlaun.
• Jeff Bridges og Josh Brolin hafa báðir leikið persónuna Wild Bill Hickok, Bridges í Wild Bill og Brolin í The Young Riders. • Myndin fékk tíu tilnefningar til Óskarsverðlauna en hlaut engin. Aðeins tvær myndir hafa fengið feiri tilnefningar án þess að taka heim styttu.
• Í upprunalegu kvikmyndinni True Grit er Rooster Cogburn með lepp yfr vinstra auganu en í þessarri er leppur yfr því hægra.
• Rooster segir Mattie að hann haf átt veitingastað að nafni The Green Frog. The Green Frog er veitingastaður í Jacksboro í Texas sem hefur verið opinn í rúmlega fjörutíu ár.
• Michael Biehn sóttist eftir hlutverki Lucky Ned Pepper en Barry Pepper fékk rulluna. • Vegna barnaverndarlaga máttu Cohen bræður ekki láta Hailee Steinfeld leika á nóttunni, en allmargar senur myndarinnar gerast einmitt þá. Því er fullorðinn aukaleikari í öllum skotum þar sem sést yfr öxl Mattiear.
• Allar senur þar sem hross fellur eða upplifr einhvers konar sársauka eru gerðar með ákveðinni gerð hestaþjálfunar eða klipptar til svo að sýnist svo. Engin hross meiddust í raun við gerð myndarinnar.
VESTRI / SPENNA
Aðalhlutverk: Jeff Bridges, Hailee Steinfeld, Matt Damon, Josh Brolin, Barry Pepper, Dakin Matthews, Jarlath Conroy, Paul Rae, Domhnall Gleeson
Leikstjóri: Joel Coen, Ethan Coen
Handrit: Ethan Coen, Joel Coen, byggt á skáldsögu e. Charles Portis
Kvikmyndataka: Roger Deakins
Tónlist: Carter Burwell
Lengd: 110 mínútur
Útgefandi: Samflm
.
DÓMAR
AÐSÓKN
Bandaríkin:
171,1 milljónir dollara - #13 árið 2010 / 1 vika #1 / 11 vikur á topp 20 / #2 -vestrar frá upphaf
Á heimsvísu:
249,3 milljónir dollara - #30 árið 2010
Ísland:
13.049 áhorfendur
Empire
The New York Times Los Angeles Times Boxoffce Magazine Rolling Stone Roger Ebert Kvikmyndir.is IMDb.com
RottenTomatoes.com Metacritic.com
100/100 100/100 90/100 90/100 88/100 88/100 70/100 80/100 96/100 80/100
Hefndin mun koma, með einum hætti eða öðrum
16. júní
True Grit
This is a SEO version of DVD-juni_2011_web. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »