This is a SEO version of DVD-APRIL_web. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »13 myndir mánaðarins
For Colored Girls er byggð á verðlaunaleikriti Ntozake Shange sem segir sögu litaðra kvenna af öllum stéttum á ljóðrænan hátt og hefur verið mörgum lituðum listamönnum innblástur. Í For Colored Girls féttast saman sögur níu kvenna, Joönnu (Janet Jackson), Tangie (Thandie Newton), Crystal (Kimberly Elise), Gildu (Phylicia Rashad), Kelly (Kerry Washington), Juanitu (Loretta Devine), Yasmine (Anika Noni Rose), Nylu (Tessa Thompson) og Alice (Whoopi Goldberg). Þær tengjast líf hvorrar annarrar, sumar hafa verið vinkonur ævilangt, aðrar eru enn sem ókunnugar. Krísur, hjartasár og glæpir munu á endanum leiða þær saman og tengja þær sterkum böndum í gegnum sameiginlega lífsreynslu þeirra og skilning á aðstæðum hinna. Hver og ein mun segja hinum sannleikann um sjálfa sig og hver og ein mun uppgötva hvers virði hún er í augum hinna. Því aðeins sameinaðar geta þær komið auga á litadýrðina sem leynist innra með þeim öllum.
For Colored Girls
Margar raddir. Eitt ljóð.
Punktar
• Myndin er byggð á leikriti frá 1975, For Colored Girls Who have Considered Suicide When the Rainbow Is Enuf. Gerð hefur verið bók eftir verkinu, sjónvarpsmynd og loks kvikmynd. • Leikritið var sýnt 742 sinnum á Broadway og var sú uppsetning tilnefnd til Tony verðlauna árið 1977. • Mariah Carey átti upprunalega að leika aðalhlutverkið en hætti við þegar hún komst að því að hún væri ólétt. Thandie Newton var fengin í hennar stað.
• Í upprunalega verkinu heita persónurnar ekki neitt, heldur kallast aðeins eftir litnum á búningum þeirra. Í myndinni fá þær nöfn en litirnir fá engu að síður að halda sér. DRAMA
Aðalhlutverk: Thandie Newton, Whoopi Goldberg, Kimberly Elise, Janet Jackson, Loretta Devine, Anika Noni Rose, Phylicia Rashad, Michael Ealy, Kerry Washington, Tessa Thompson, Macy Gray
Leikstjóri: Tyler Perry
Handrit: Tyler Perry byggt á leikriti Ntozake Shange
Lengd: 133 mínútur
Útgefandi: Myndform
***** ***** **** *** 46/100 50/100
San Francisco Chronicle The New York Times Los Angeles Times Boxoffce Magazine IMDb.com Metacritic.com
VERÐLAUN
Image Awards 2011
3 verðlaun: Besta mynd / Besta leikkona í aukahlutverki – Kimberly Elise / Besta leikstjórn
4 tilnefningar: Besti leikari í aukahlutverki – Michael Ealy / Besta leikkona í aukahlutverki –Whoopi Goldberg /besta leikkona í aukahlutverki / Anika Noni Rose / Besta leikkona í aukahlutverki – Phylicia Rashad
Black Reel verðlaunin 2011 1 tilnefning: Besta lag / Leona Lewis
DÓMAR
16. júní
Against the Current segir frá Paul Thompson (Joseph Fiennes), manni sem ákveður einn daginn að synda Hudson-ána frá upptökum til hafsins við New York-borg, en áin er alls um 250 kílómetra löng. Með honum í för eru Jeff (Justin Kirk), besti vinur hans frá því þeir voru krakkar, og Liz (Elizabeth Reaser), kennari sem slysast eiginlega með. Ævintýrið á að taka þrjár vikur og enda í New York þann 28. ágúst.
Þegar lagt er af stað niður fjótið, þar sem Paul syndir allan daginn á meðan þau fylgja í báti og tjalda svo við bakkann á hverju kvöldi, kemur fjótlega í ljós að þetta er meira en bara léttvægt ævintýri, því Paul er enn að jafn sig á hræðilegum missi og sér lítinn tilgang með lífnu lengur...
Against the Current
Þetta er meira en venjuleg sundferð
DRAMA
Aðalhlutverk: Joseph Fiennes, Justin Kirk, Elizabeth Reaser, Michelle Trachtenberg, Samantha Sherman, Pell James, Amy Hargreaves, Martin Shakar
Leikstjóri: Peter Callahan
Handrit: Peter Callahan
Lengd: 98 mínútur
Útgefandi: Sena
7.
apríl
Punktar
DÓMAR
verðlaun
48/100 IMDb.com
Dallas International FilmFestival 2009 1 verðlaun: Sérstök dómnefndarverðlaun Peter Callahan
GORDON-LEVITT ER FALCONE
Eftir nokkurra mánaða vangaveltur um hvaða hlutverk Joseph Gordon-Levitt
myndi taka að sér í væntanlegri Batman-mynd Christophers Nolan , The Dark Knight Rises , hefur það loks verið afhjúpað. Gordon-Levitt mun leika Alberto Falcone , son Carmine Falcone, sem Tom Wilkinson lék í Batman Begins . Þar með er búið að slökkva í þeim röddum sem héldu því fram að hann myndi leika Robin og að Nolan hefði snúið við ákvörðun sinni að innihalda Robin aldrei í Batman-mynd. Það verður því enginn Robin í The Dark Knight Rises. Sembetur fer, segja sumir...
• Hinn fertugi Joseph Fiennes hefur átt farsælum kvikmyndaferli að fagna síðan 1996, en síðastliðin tvö ár hefur hann snúið sér að sjónvarpsleik í þáttaröðunum FlashForward og Camelot.
• Justin Kirk ætti að vera Íslendingum að góðu kunnur úr þáttum eins og Weeds, þar sem hann var fastaleikari í fmm ár, og Modern Family, þar sem hann lék Charlie Bingham í tveimur þáttum. • Elizabeth Reaser hefur leikið Esme Cullen í Twilight-myndunum þremur og mun leika hana í tveimur myndum til viðbótar, hið minnsta.
7.apríl
This is a SEO version of DVD-APRIL_web. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »