This is a SEO version of DVD-APRIL_web. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »14 myndir mánaðarins
The Voyage of the Dawn Treader er þriðja myndin um ævintýraheiminn Narníu. Dawn Treader er skip sem Kaspían konungur í Narníu lætur smíða, en þetta er fyrsta skipið sem Narníubúar sjá í aldaraðir. Kaspían lét byggja það til að leggja upp í leiðangur í leit að finna sjö valdamikla menn sem hinn illi frændi hans, Miraz, sendi í útlegð mörgum árum áður. Forfeður Kaspíans, Telmarínarnir, höfðu aldrei byggt skip þar sem þeir óttuðust hafið of mikið. Edmund og Lucy Pevensie og afar fýldur og
snobbaður frændi þeirra, Eustace Scrubb, leggja upp í förina með Kaspían, en stefnt er til Austureyjanna, sem liggja hinum megin við Silfurhafð. Ástæðan fyrir því að þau leita að mönnunum sjö er sú að þeir einir geta bjargað Narníu frá mikilli ógn sem steðjar að ríkinu. Á leiðinni milli eyjanna þar sem mennirnir eiga að leynast lenda Edmund, Lucy, Eustace og Kaspían í miklum ævintýrum, þar sem töfraverur, gamlir vinir og hættulegir óvinir, með Hvítu nornina fremsta í fokki, leynast á ótrúlegustu stöðum.
Punktar
• Upphafega átti að taka hluta myndarinnar upp á Íslandi, en þegar Disney hætti við að fjármagna myndina og Walden Media samdi við Fox var ákveðið að taka hana upp í heild sinni í Ástralíu.
• Þrátt fyrir futninginn til Fox tóku festir sömu leikararnir þátt í þriðju myndinni. Ein af örfáum breytingum var að Simon Pegg tók við talsetningu Reepicheep af Eddie Izzard.
• Leikstjórinn Michael Apted er þekktastur fyrir að hafa leikstýrt Bond-myndinni The World Is Not Enough árið 2001 og Óskarsmyndunum Nell árið 1994 og Gorillas in the Mist árið 1988. • Ben Barnes, sem leikur nú Kaspían í annað sinn, lék einnig í
ævintýramyndinni Stardust árið 2007. • Narniusögurnar eftir C.S. Lewis eru alls sjö og er þessi mynd byggð á þeirri fimmtu. Tvær fyrri sögur hafa ekki verið kvikmyndaðar, The Magician‘s Nephew og The Horse and His Boy, auk þess sem síðustu tvær sögurnar, The Silver Chair og The Last Battle, bíða kvikmyndaaðlögunar. Eustace er aðalpersóna þeirra beggja.
• Árið 1990 var gerð sjónvarpsþáttaröð eftir The Silver Chair, en Fox áformar að kvikmynd komi út eftir þeirri sögu á næsta ári.
• Ben Barnes mun næst leika í gamanmyndinni Killing Bono.
ÆVINTÝRI
Aðalhlutverk: Georgie Henley, Skandar Keynes, Ben Barnes, Will Poulter, Gary Sweet, Terry Norris, Bruce Spence, Bille Brown, Laura Brent, Colin Moody
Leikstjóri: Michael Apted
Handrit: Christopher Markus, Stephen McFeely, Michael Petroni, byggt á sögu e. C.S. Lewis
Kvikmyndataka: Dante Spinotti
Tónlist: David Arnold
Lengd: 113 mínútur
Útgefandi: Sena
4.
l
DÓMAR
AÐSÓKN
Bandaríkin:
104,0 milljónir dollara - #27 árið 2010 / 1 vika #1 / 8 vikur á topp 20
Á heimsvísu:
397,0 milljónir dollara - #12 árið 2010
Ísland:
15.286 áhorfendur - #32 árið 2010 / 1 vika #1 / 5 vikur á topp 10
Boxoffce Magazine Village Voice Roger Ebert Empire Chicago Tribune New York Post Orlando Sentinel IMDb.com
RottenTomatoes.com Metacritic.com
**** **** *** *** *** *** *** 66/100 49/100 53/100
The Chronicles of Narnia: The Voyage of the Dawn
Treader
Töfrarnir leynast við hvert fótmál
14.apríl
verðlaun
Golden Globes 2011
1 tilnefning: Besta lag – „There‘s a Place For Us“
Phoenix Film Critics Society Awards 2010
2 tilnefningar: Besta leikna
fjölskyldumynd / Besti ungi karlleikari – Will Poulter
London Critics Circle Film Awards 2011 1 tilnefning: Ungi breski leikari ársins – Will Poulter
This is a SEO version of DVD-APRIL_web. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »