Myndir mánaðarins, janúar 2020 - Bíó

36 Myndir mánaðarins Little Women Skapaðu þér þína eigin framtíð l LittleWomen , sem var forsýnd í byrjun desember í NewYork, hefur eins og sést hlotið frábæra dóma margra þekktra gagnrýnenda og hefur þegar hlotið fjölda verðlauna. Hún er nú tilnefnd til til tvennra Golden Globe-verðlauna, og er af mörgum talin örugg um að fá nokkrar tilnefningar til Óskarsverðlauna, t.d. fyrir frábært handritið, trausta leikstjórn Gretu Gerwig og sem besta mynd ársins. Auk þess á hún mjög góða möguleika á að hljóta tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir förðun og hárgreiðslu en um hana sá m.a. Fríða Aradóttir. Skáldsögunni Little Women eftir Louisu May Alcott, einni best metnu perlu bandarískra bókmennta, hafa oft áður verið gerð skil í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum en það er mál manna að aldrei hafi tekist jafn vel til og í þetta sinn undir öruggri stjórn leikstjórans og handritshöfundarins Gretu Gerwig. Little Women er um March-fjölskylduna og þá sérstaklega March- systurnar fjórar, Jo, Meg, Beth og Amy, en er um leið sjálfsævisaga því Louisa May byggði hana á eigin lífi og systra sinna þriggja. Þótt þær systur væru samrýndar voru þær ólíkar að því leyti að þær horfðu hver með sínum augum á framtíðina. Þannig voru t.d. þær Meg og Amy vissar um að þeim yrði best borgið með því að giftast góðum mönnum (á ólíkum forsendum samt) á meðan Jo (sem í raun er Louisa May) vildi skapa sér sjálfstætt líf, óháð því hverjum hún myndi svo giftast – ef hún myndi giftast. Sagan þykir gefa ómetanlega innsýn í líf milli- og yfirstéttarfólks í Bandaríkjunum á árunum eftir bandarísku borgarastyrjöldina, er í senn áhrifarík og ógleymanleg og inniheldur bæði mikla rómantík og góðan húmor. March-systurnar Meg, Amy, Jo og Beth eru leiknar af Emmu Watson, Florence Pugh, Saoirse Ronan og Elizu Scanlen. Little Women Drama / Rómantík / Sannsöguleg Punktar .................................................... Saoirse Ronan og Timothée Chalamet leika hér saman á ný eins og þau gerðu í myndinni Lady Bird sem einnig var eftir Gretu Gerwig. Aðalhlutverk: Saoirse Ronan, Emma Watson, Timothée Chalamet, Florence Pugh, Eliza Scanlen, Laura Dern, Tracy Letts, Bob Odenkirk, James Norton, Louis Garrel, Chris Cooper og Meryl Streep Leikstjórn: Greta Gerwig Bíó: Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri 134 mín Frumsýnd 24. janúar Frances Ha. Veistu svarið? Með þessari mynd og þeirri síðustu, Lady Bird , þykir Greta Gerwig nú hafa skipað sér í hóp með bestu handritshöfundum og leikstjórum Bandaríkjanna. EnGreta er líka frábær leikkona og hlaut m.a. Golden Globe-tilnefningu árið 2013. Fyrir leik í hvaðamynd? Meryl Streep leikur ráðvanda afasystur systranna í Little Women .  - Slate  - Guardian  - Empire  - TimeOut  -Wrap  - Vulture  - C. Tribune  1/2 - IGN  1/2 - IndieWire  1/2 - L.A. Times  1/2 -N.Y. Post  1/2 -Variety

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=