Myndir mánaðarins, janúar 2020 - Bíó

35 Myndir mánaðarins Köflótta ninjan Réttlætið skal sigra! Íslensk talsetning: Steinn Ármann Magnússon, Daði Víðisson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Íris Hólm Jónsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Valgeir Hrafn Skagfjörð, Matthías Kristjánsson og Vaka Vigfúsdóttir Þýðing: Álfrún Helga Örnólfsdóttir Leikstjórn: Tómas Freyr Hjaltason Bíó: Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó og Borgarbíó Akureyri 82 mín Frumsýnd 24. janúar Axel er tólf ára piltur sem á þrettánda afmælisdegi sínum fær forláta ninjabrúðu í gjöf frá frænda sínum sem keypti hana í Tælandi. Brúðunni fylgja ekki bara áhugaverðir aukahlutir heldur reynist hún einnig andsetin japanska samúræjanum Taiko Nakamura sem lætur sko ekki bjóða sér hvað sem er. Köflótta ninjan er eftir rithöfundinn, leikstjórann, leikarann og grín- istann Anders Matthesen sem byggir hana á eigin bók, Ternet ninja , sem kom út árið 2016. Þetta er bráðfyndin mynd og um leið glæpasaga því ástæðan fyrir því aðTaiko er í brúðunni er sú að hann unir sér ekki hvíldar fyrr en búið er að koma lögum yfir illmenni eitt, Finn Engilberts, sem hefur hrottalegt morð á samviskunni ... Köflótta ninjan Teiknimynd l Köflótta ninjan hefur fengið frábæra dóma gagnrýnenda og hlaut þrenn Robert-verðlaun 2019, sem besta unglingamynd ársins, fyrir besta handrit ársins og fyrir besta kvikmyndalagið, Skubber det sne , sem í íslenskri þýðingu hefur hlotið heitið Mokumupp snjó . Myndin var enn fremur tilnefnd til Bodil-verðlauna dönsku kvikmyndaaka- demíunnar sem besta mynd ársins og fyrir besta leik í aðalhlutverki karla en sú tilnefning féll í skaut höfundinum, Anders Matthesen, sem talaði fyrir köflóttu ninjuna í danskri talsetningu myndarinnar. l Köflótta ninjan er nú orðin vinsælasta danska bíómynd sögunnar í dönskum kvikmyndahúsum og sló þar með loksins 34 ára gamalt aðsóknarmet myndarinnar Walter og Carlo – op på fars hat . Axel verður ekki lítið hissa þegar hann uppgötvar að ninjabrúðan hans er lifandi, eða réttara sagt andsetinn japönskum samúræja. Punktar .................................................... Persónur myndarinnar þykja hver annarri skemmtilegri. Hér sjást frændinn sem gefur Axel ninja-brúðuna og stjúpfaðir hans, Jón.  - Ekkofilm.dk  - KulturBunkeren.dk  - ExtraBladet.dk  - Soundvenue.dk  -Mortensfilmanmeldelser.dk  - H. Reporter

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=