Myndir mánaðarins, janúar 2020 - Bíó

37 Myndir mánaðarins Like a Boss Krókar á móti brögðum Aðalhlutverk: Rose Byrne, Tiffany Haddish, Salma Hayek, Jennifer Coolidge, Billy Porter, Ari Graynor, Jessica St. Clair, Jimmy O. Yang, Karan Soni og Natasha Rothwell Leikstjórn: Miguel Arteta Bíó: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Akureyri og Keflavík 83 mín Frumsýnd 31. janúar l Leikstjóri myndarinnar, Miguel Arteta, á að baki nokkrar þekktar myndir eins og Chuck & Buck , The Good Girl , Alexander and the Terri- ble, Horrible, No Good, Very Bad Day, Youth in Revolt og núna síðast Beatriz at Dinner þar sem Salma Hayek lék einmitt titilpersónuna. l Framleiðendur Like a Boss eru þeir Peter Principato, Itay Reiss, Nicolas Stern og Joel Zadak en þeir eru þekktir fyrir framleiðslu gamanmynda eins og Death at a Funeral , Friends with Benefits , Warm Bodies , Ride Along 1 og 2 , Flock of Dudes og Key og Peele- myndarinnar Keanu auk framleiðslumargra þekktra sjónvarpsþátta. l Hermt er að hlutverk Miu hafi verið skrifað sérstaklegameðTiffany Haddish í huga sem réð svo einnig miklu um annað leikaraval. Þær Mel og Mia eru bestu vinkonur sem hafa gengið saman í gegnum súrt og sætt og reka sína eigin verslunmeð förðunar- vörur. Sá rekstur hefur hins vegar ekki gengið sem skyldi upp á síðkastið og þegar viðskiptakonan Claire Luna býðst til að koma þeim til bjargar með meira en milljón dollara innspýt- ingu telja þær sig himin hafa höndum tekið – eða allt þar til þær uppgötva að Claire er sannkallaður úlfur í sauðargæru. Like a Boss er lauflétt gamanmynd sem gæti alveg tekið upp á því að slá í gegn hjá gamanmyndaunnendum ef marka má stiklurnar úr henni sem eru bráðfyndnar. Eftir að þær Mia og Mel taka tilboði Claire og uppgötva svo að í raun hafa þær gengið í útsmogna gildru sem sviptir þær öllu fellur þeim allur ketill í eld. En það á eftir að ganga yfir og Claire mun sjá að fleiri en hún geta beitt blekkingum! Tiffany Haddish og Rose Byrne leika þær Miu og Mel og má segja að hér leiði saman hesta sína tvær helstu og vinsælustu grínleikkonur Bandaríkjanna og Ástralíu um þessar mundir. Þess má geta að þær eru báðar fæddar árið 1979, Rose 24. júlí og Tiffany 3. desember. Like a Boss Gamanmynd Punktar .................................................... Salma Hayek leikur hina útsmognu Claire Luna sem reynist langt frá því að vera sá bjargvættur Mel og Miu sem hún þykist í fyrstu vera. American Pie. Veistu svarið? Fyrir utan þær Rose Byrne, Tiffany Haddish og Sölmu Hayek fara margar aðrar þekktar gamanleikkonur með aukahlutverk í myndinni, þ. á m. Jennifer Cool- idge sem segja má að hafi fyrst slegið í gegn alþjóð- lega í frægri gamanmynd árið 1999. Hvaða mynd? Það gengur á ýmsu hjá vinkonunum á meðan mestu vonbrigðin ganga yfir en allt á eftir að breytast þegar þær snúa vörn í sókn.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=