Myndir mánaðarins, nóvember 2019 - Bíó

29 Myndir mánaðarins Den tid på året Gleðileg jól ... eða þannig Aðalhlutverk: Paprika Steen, Jacob Lohmann, Lars Knutzon, Lars Brygmann, Sofie Gråbøl, Fanny Bornedal, Bodil Lassen, Patricia Schumann og Karen-Lise Mynster Leikstjórn: Paprika Steen Bíó: Háskólabíó 103 mín Frumsýnd 29. nóvember l Fyrir utan að leikstýra og leika eitt af aðalhlutverkunum skrifaði Paprika Steen einnig drögin að sögu myndarinnar en fékk svo rithöfundinn og leikritaskáldið JakobWeis til að skrifa handritið. l Den tid på året var tilnefnd til sex Robert-verðlauna og sjö Bodil- verðlauna, þ. á m. fyrir besta leik í bæði aðal- og aukahlutverkum karla og kvenna, fyrir búninga og sem besta mynd ársins. Myndin hlaut síðan Bodil-verðlaunin fyrir besta handritið. l Paprika Steen hefur um árabil skipað sér í hóp með bestu og vin- sælustu leikkonum Dana og hlotið fjölmörg verðlaun, þ. á m. fimm Bodil- og Robert-verðlaun af átján tilnefningum. Den tid på året er svo þriðja mynd hennar sem leikstjóra en þær fyrri voru Lad de små børn ... frá árinu 2004 og Til døden os skiller sem hún gerði árið 2007. Jólin eru gengin í garð og það er ekkert leyndarmál að Katrine kvíður mikið hinu árlega jólaboði fjölskyldunnar sem í þetta sinn kom í hennar hlut að halda. Ekki það að Katrine fari ekki létt með að reiða fram jólakrásir fyrir fjórtán gesti heldur veit hún sem er að eins og venjulega mun eitthvað koma upp á. Den tid på året er sætsúrt gamandrama þar sem húmorinn verður dálítið dökkur á köflum enda eru fjölskyldumeðlimirnir af ýmsu sauðahúsi og eiga það til að láta flest flakka þegar sá gállinn er á þeim. Mest kvíðir Katrine þó fyrir að fá systur sína í heimsókn, en hún er nýkomin úr afvötnun, og þá ekki síður fráskilda foreldra sína sem nota hvert tækifæri sem gefst til að jagast hvort í öðru, öllum öðrum til lítillar skemmtunar. Þess utan er dóttir hennar í uppreisnarhug ... Leikhópur myndarinnar ásamt Papriku Steen leikstjóra sem jafnframt leikur gestgjafann í jólaboðinu, hina kvíðnu Katrine. Den tid på året Gamandrama Punktar .................................................... Sofie Gråbøl og Paprika Steen leika systurnar Barböru og Katrine, en þessi mynd var tekin af þeim fyrir upptöku á einu atriði myndarinnar. Forbrydelsen. Veistu svarið? Sofie Gråbøl leikur stórt hlutverk í Den tid på året en hún hefur eins og Paprika Steen verið á meðal þekkt- ustu leikkvenna Dana um árabil og hlotið fjölmörg verðlaun. Sennilega er hún þó þekktust fyrir að leika lögreglukonuna Söruh Lund í ... hvaða þáttum? Lars Knutzon og Lars Brygmann leika þá Poul og Torben sem virðast eiga einhver mál óuppgerð sín á milli.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=