Myndir mánaðarins, nóvember 2019 - Bíó

30 Myndir mánaðarins The Good Liar Stundum er lygin sannleikur Aðalhlutverk: Helen Mirren, Ian McKellen, Jim Carter, Russell Tovey, Mark Lewis Jones, Céline Buckens, Laurie Davidson, Jóhannes Haukur Jóhannesson og Phil Dunster Leikstjórn: Bill Condon Bíó: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Keflavík og Akureyri, Bíóhúsið Sel- fossi, Ísafjarðarbíó og Eyjabíó 109 mín Frumsýnd 29. nóvember l The Good Liar er byggð á samnefndri bók Nicholas Searle sem hét reyndar The Reconing þegar hún kom út haustið 2014. Sagan vakti gríðarlega athygli og er á meðal margra talin einhver albesta spennusaga sem komið hefur út á undanförnum árum. Það er Jeffrey Hatcher sem skrifar handritið en hann skrifaði síðast hand- ritið að Mr. Holmes sem Ian McKellen lék einnig aðalhlutverkið í. l Leikstjóri myndarinnar er hinn margverðlaunaði Bill Condon sem hlaut m.a. Óskarsverðlaunin árið 1998 fyrir handrit sitt að myndinni Gods andMonsters en hún skartaði líka Ian McKellen í aðalhlutverki. l Okkar maður, Jóhannes Haukur Jóhannesson, fer með nokkuð stórt hlutverk í myndinni og má sjá hann í stiklum myndarinnar. Roy Courtnay er svindlari sem lifir á því að svíkja peninga af grunlausum fórnarlömbum. Dag einn telur hann sig hafa hitt á gullnámu þegar hann kynnist efnaðri ekkju, Betty McLeish, sem hann á auðvelt með að vefja um fingur sér enda fer hann létt með að setja upp sjarma séntilmannsins. En þegar áætlun hans um að losa Betty við auðæfin byrjar að fara úrskeiðis hefst ótrúleg atburðarás sem enginn hefði getað séð fyrir. The Good Liar hefur hvergi verið sýnd þegar þetta er skrifað en orðrómurinn segir að hér sé um að ræða mynd í hæsta gæðaflokki enda er sagan sem byggt er á alveg frábær auk þess sem aðstand- endur og leikarar eru ekki af verri endanum. Eins og í öllum góðum spennusögum reynast hlutirnir ekki vera það sem þeir sýnast í fyrstu því undir yfirborðinu er allt önnur saga sem kemur á óvart ... Ian McKellen og Helen Mirren leika þau Roy Courtnay og Betty Mc- Leish sem hittast á stefnumótasíðu og ákveða síðan að kynnast. The Good Liar Spennumynd Punktar .................................................... The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring. Veistu svarið? Þetta er í fyrsta sinn sem þau Helen Mirren og Ian McKellen leika saman í bíómynd þótt þau hafi oft starfað saman á sviði og hafi nánast alist upp saman í bresku leikhúslífi. En fyrir leik í hvaða mynd var Ian tilnefndur til Óskarsverðlauna árið 2002? Roy Courtnay reynist ekki vera sá sem hann þykist vera. Þau Helen Mirren og Ian McKellen þykja mjög líkleg til að hljóta til- nefningar til allra helstu kvikmyndaverðlaunanna fyrir The Good Liar .

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=