Myndir mánaðarins, nóvember 2019 - Bíó

28 Myndir mánaðarins 21 Bridges Hver er á eftir hverjum? Aðalhlutverk: Chadwick Boseman, J.K. Simmons, Sienna Miller, Taylor Kitsch, Keith David, Stephan James, Victoria Cartagena, Jamie Neumann, Louis Cancelmi og Toby Hemingway Leikstjórn: Brian Kirk Bíó: Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri 99 mín Frumsýnd 22. nóvember l 21 Bridges er framleidd af Chadwick Boseman sjálfum og þeim bræðrum Anthony og Joe Russo sem gerðu m.a. Avenger -mynd- irnar Infiniti War og Endgame og Captain America -myndirnar Civil War og Winter Soldier . Eins og flestir vita lék Chadwick Boseman T’Challa/Svarta pardusinn í Black Panther og í Avengers -myndunum ... og mun leik hann á ný í Black Panther II . l Leikstjóri myndarinnar er Brian Kirk sem hefur aðeins sent frá sér eina bíómynd áður, myndina Middletown árið 2006, en er hokinn af reynslu við gerð sjónvarpsþátta eins og Game of Thrones , The Tudors , Luther , Boardwalk Empire , Penny Dreadful og Murphy’s Law . Andre Davis er lögregluforingi í New York sem kvöld eitt er kallaður til vettvangsrannsóknar þar sem átta lögreglumenn hafa verið skotnir til bana með öflugum vélbyssum. Til að handsama þá seku grípur Andre til þess ráðs að loka Man- hattan fyrir allri umferð og leggur um leið starf sitt undir að honum takist að finna morðingjana áður en nóttin er úti. Þegar þetta er skrifað er hvergi búið að sýna 21 Bridges en allt bendir til að hér sé um hörkumynd að ræða, bæði kraftmikil stikl- an og svo aðstandendur myndarinnar sem staðið hafa að gerð nokkurra vinsælustu Marvel-mynda síðustu ára. Ekki skemmir fyrir að sagan er marglaga því um leið og leitin að morðingjunum hefst áttar Andre sig á því að á bak við morðin hangir meira á spýtunni en sýnist í fyrstu því ýmislegt bendir til að hinir látnu hafi hreint og beint verið leiddir í dauðagildru. En af hverjum og hvers vegna? Chadwick Boseman leikur lögreglumanninn Andre Davis sem er staðráðinn í að láta morðingja átta lögreglumanna ekki sleppa. 21 Bridges Spennumynd / Hasar Punktar .................................................... Whiplash. Veistu svarið? Hinn stórskemmtilegi leikari og Óskarsverðlauna- hafi J.K. Simmons sem er í uppáhaldi hjá mörgum og klikkar aldrei leikur stórt hlutverk í myndinni sem einn af lögregluforingjum Manhattan-borgar. En fyrir leik í hvaða mynd hlaut hann Óskarinn? Sienna Miller leikur helsta aðstoðarmann Andres Davies. Aðalframleiðendur myndarinnar ásamt Chadwick Boseman eru bræðurnir Joe og Anthony Russo sem hafa gert það gott á undanförnum árum í framleiðslu og leikstjórn Marvel-myndanna.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=