This is a SEO version of DVD_april_netutgafa. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »18 myndir mánaðarins
• Halle Berry átti upphafega að leika persónuna sem Katherine Heigl leikur í myndinni, en vegna forræðisdeilunnar við sinn fyrrverandi þurfti hún að hætta við. Halle sneri hins vegar aftur síðar, en tók þá við öðru hlutverki.
• Myndin er að öllu leyti tekin upp í New York og nágrenni hennar.
• Leikstjórinn Garry Marshall hóf feril sinn í Hollywood sem gaman-þáttahöfundur og skrifaði m.a. fyrir þættina The Dick Van Dyke Show , The Lucy Show, Mork and Mindy og Happy Days í upphaf ferils síns.
New Year’s Eve
PUNKTAR ............................................
New Year’s Eve
Gaman
Útgáfudagur: 12. APRÍL
Veistu svarið?
Michelle Pfeiffer hefur leikið í mörgum góðum myndum á ferli sínum og uppskorið m.a. þrjár tilnefningar til Óskars-verðlauna, þá fyrstu þegar hún lék hefðarkonuna Madame de Tourvel í mynd sem breski leikstjórinn Stephen Frears gerði árið 1988. Hvað heitir sú mynd?
Aðalhlutverk: Aston Kutcher, Jessica Biel, Sarah Jessica Parker, Robert De Niro, Hilary Swank og Michelle Pfeiffer Leikstjórn:
Garry Marshall Útgefandi: Samflm
Kvöldið þegar allt
getur gerst
Það er heill her úrvalsleikara sem fer með aðalhlutverkin í þessari rómantísku gamanmynd leikstjórans Garrys Marshall, en hann á að baki nokkrar af vinsælustu myndum allra tíma, þar á meðal Pretty Woman og Valentine’s Day .
Á meðal helstu leikenda í New Year’s Eve eru þau Halle Berry, Jessica Biel, Jon Bon Jovi, Abigail Breslin, Chris „Ludacris“ Bridges, Robert De Niro, Josh Duhamel, Zac Efron, Hector Elizondo, Katherine Heigl, Ashton Kutcher, Seth Meyers, Lea Michele, Sarah Jessica Parker, Michelle Pfeiffer, Til Schweiger, Hilary Swank og Sofa Vergara.
Myndin gerist öll á einu kvöldi, gamlárskvöldi, og við kynnumst hér mörgum ólíkum persónum sem þó eiga það sameiginlegt með okkur hinum að leita að ást, hamingju og öryggi.
Öll búa þau í New York, borginni sem aldrei sefur, og þótt fæst þeirra þekkist innbyrðis eiga leiðir þeirra eftir að skarast á mis-munandi hátt þetta kvöld, með ólíkum en óvæntum afeiðingum.
Þeir sem kunnu að meta myndina Love Actually , svo og síðustu mynd Garrys Marshall, Valentine’s Day , ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum með New Year’s Eve enda mjög svipað þema hér á ferð í höndum afbragðsleikstjóra og úrvalsleikara.
This is a SEO version of DVD_april_netutgafa. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »