Page 13 - BIO_april_netutgafa

This is a SEO version of BIO_april_netutgafa. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

13 myndir mánaðarins

Leikarar mánaðarins

Aðdáendur American Pie myndanna eiga von á góðu um páskana því þá verður frumsýnd myndin Reunion þar sem allt gamla og góða American Pie -gengið úr fyrstu myndinni er saman komið á ný til að fagna 10 ára útskriftarafmæli sínu.

Meðfylgjandi mynd var tekin í Ástralíu á dögunum þar sem verið var að kynna myndina og hér má sjá þá Chris Klein, Seann William Scott og Jason Biggs, en þeir leika þá Oz, Steve og Jim í þessari vinsælu myndaseríu.

Bruce Willis vakti fyrst verulega athygli í sjónvarps-þáttunum Moonlightning

árið 1985 en sló svo hress-ilega í gegn í myndinni Die Hard sem var gerð árið 1988. Eftir það varð ekki aftur snúið og þær skipta nú tugum myndirnar sem kappinn á að baki, sumar hverjar á meðal vinsælustu mynda sem hafa verið gerðar. Bruce leikur nú stórt hlutverk í spennu-myndinni In the Cold Light of Day sem frumsýnd verður í apríl.

Rihanna er auðvitað þekkt sem tónlistarkona og söngstjarna en þreytir nú frumraun sína sem leikkona í myndinni Battleship þar sem hún leikur eitil-harðan foringja í sjóher Bandaríkjanna sem þarf að takast á við illvígan árásarher. Myndin verður frumsýnd þann 13. apríl og er ekki að efa að fjölmargir aðdáendur Rihönnu bíða spenntir eftir að sjá hvernig henni tekst til.

Julia Roberts hafði leikið í nokkrum myndum áður en hún sló í gegn í stórsmellinum Pretty Woman árið 1990, þá 23 ára að aldri. Síðan þá hefur hún margsannað hæfleika sína fyrir framan myndavélarnar þótt hún fari í sjálfu sér létt með að heilla áhorfendur með brosinu einu saman.

Julia leikur nú eitt aðalhlutverkið í myndinni

Mirror Mirror sem verður frumsýnd þann 18. apríl, en hún er byggð á ævintýrinu þekkta um Mjallhvíti og dvergana sjö. Leikur Julia vondu drottninguna göldróttu sem öfundast svo út í fegurð og æsku Mjallhvítar að hún ákveður að koma henni fyrir kattarnef. Sjáum til hvernig það gengur.

AmericanPie

piltarnir

JuliaRoberts

Lily Jane Collins er fædd í Englandi, nánar tiltekið í bænum Guilford í Surrey, þann 18. mars árið 1989. Fimm ára að aldri, eftir skilnað foreldra hennar, futti hún ásamt móður sinni, Jill Tavelman, til Los Angeles, en faðir hennar er tónlistarmaðurinn Phil Colllins.

Lily þótti snemma fink að skrifa og aðeins fmmtán ára að aldri var hún orðin dálkahöfundur hjá breska unglingatímaritinu Elle Girl og tískuritinu Seventeen í New York. Hún lærði síðan blaðamennsku í háskólanum í Suður-Kaliforníu.

Mirror Mirror , þar sem Lily leikur sjálfa Mjallhvíti, er fjórða myndin sem Lily leikur í, en hinar eru The Blind Site, Priest og

Abduction . Það verður gaman að fylgjast með leiklistarferli þessarar ungu leikkonu sem virðist sannarlega hafa það til að bera sem þarf til að ná langt.

BruceWillis

Lily Collins

Rihanna

Page 13 - BIO_april_netutgafa

This is a SEO version of BIO_april_netutgafa. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »