Page 12 - BIO_april_netutgafa

This is a SEO version of BIO_april_netutgafa. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

12 myndir mánaðarins

Leikarar mánaðarins

Vissir þú svarið?

Svör við spurningum í marsblaðinu

Bls. 18: Reykjavik Whale Watching Massacre Bls. 20: Fulham Bls. 24: Goya

Bls. 26: Lex Barker og Gordon Scott Bls. 28: Nick Cassavetes Bls. 30: Peter Sellers Bls. 32: Guy Pearce

Bls. 34: Steven Spielberg og Ridley Scott

Bls. 36: Byrjaði svart/hvít, endaði í lit Bls. 38: Lér konungur Bls. 40: Nick Nolte Bls. 42: Afródíta Bls. 44: Chicago Bls. 46: Gaukshreiðrið

Bíómegin:

Bls. 10: Days of Thunder Bls: 12: Dallas Bls. 14: Kenny Loggins Bls. 18: George Foreman og Muhammad Ali Bls. 20: Alan Parker Bls. 25: Apocalypse Now og Dracula Bls. 26: Haddock

Bls. 28: The Cable Guy Bls. 30: Greifnn af Monte Christo

Bls. 32: Pineapple Express Bls. 36: 31 árs

Bls. 38: Sylvia og Sliding Doors

DVD-megin:

Henry Cavill hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum fyrir hlutverk sín í myndum eins og Immortals, Stardust, Blood Creek, Tristan + Isold, Whatever Works og sjónvarps-þáttununm The Tudors . Hann leikur nú aðalhlutverkið í myndinni

In the Cold Light of Day sem frumsýnd verður þann 13. apríl.

Cavill er fæddur þann 5. maí árið 1983 og fékk á síðasta áratug viðurnefnið „óheppnasti leikarinn í Hollywood“. Ástæðan var sú að hann lenti á tímabili hvað eftir annað í öðru sæti á meðal þeirra sem sóttu um bitastæð hlutverk í þekktum myndum. Má þar nefna myndirnar Batman Begins, Harry Potter and the Goblet of Fire, Twilight, Casino Royale og Superman Returns.

En Cavill lét þetta mótlæti ekki á sig fá, hefur haldið ótrauður áfram upp metorðastigann og mun leika Superman í nýjustu myndinni um kappann sem á að frumsýna á næsta ári.

Henry Cavill

Channing Tatum er fæddur þann 26. apríl árið 1980 í Alabama í Bandaríkjunum. Hann hóf ferilinn fyrir framan myndavélarnar sem fyrirsæta og varð fjótlega eftirsóttur af stórfyrirtækjum, enda geislar hann af þokka, persónuleika og hæfleikum sem eru nú óðum að skila honum í fremstu röð í leikarastétt.

Channing leikur nú annað aðalhlutverkið í gamanmyndinni 21. Jump Street þar sem hann sýnir gamanleik í háum klassa, en hún verður frumsýnd þann 18. apríl. Myndin hefur fengið afar góðar viðtökur og dóma í Bandaríkjunum þar sem hún fór beint á toppinn í kvikmyndahúsum.

Þeir sem fylgjast með í heimi kvikmyndanna hafa væntanlega ekki komist hjá því að sjá stjörnu Jonah Hill rísa hátt og skína stöðugt skærar á undanförnum árum. Hann hóf ferilinn sem nokkurs konar „sidekick“ í gamanmyndum sem urðu vinsælar, t.d. The 40 Year Old Virgin, Knocked Up, Evan Almighty og

Superbad en hefur vaxið stöðugt og hlaut nú síðast tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir besta leik í aukahlutverki karla í myndinni Moneyball , enda alveg frábær í þeirri mynd.

Nú er þessi skemmtilegi leikari mættur aftur, búinn að losa sig við aukakílóin fest og fer á kostum ásamt Channing Tatum í myndinni 21 Jump Street , sem hann er reyndar sjálfur einn af handritshöfundunum að og framleiðandi.

Channing Tatum

Jonah Hill

Page 12 - BIO_april_netutgafa

This is a SEO version of BIO_april_netutgafa. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »