Page 15 - DVD_Mars_2012_web

This is a SEO version of DVD_Mars_2012_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

Le Havre - The Debt

Le Havre er nýjasta mynd fnnska kvikmyndasnillingsins Aki Kaurismäki og er óhætt að mæla með henni við allt kvikmyndaáhugafólk, sérstaklega þá sem unna vel gerðum og fyndnum evrópskum myndum eins og þær gerast bestar.

Myndin dregur nafn sitt af sögusviðinu, franska strandbænum Le Havre, og við kynnumst hér skóburstaranum Marcel Marx sem er einstaklega geðgóður og bjartsýnn maður.

Dag einn skolar á land hjá honum ungum blökkudreng, Idrissa, sem er kominn alla leið frá Afríku í leit að betra líf.

Svo fer að Marcel tekur drenginn undir sinn verndarvæng og ákveður um leið að gefa yfrvöldum langt nef, en þau vilja ólm fá drenginn og senda hann aftur til síns heima ...

Le Havre

Maður lifr ekki lífnu eftir á

gaman

Aðalhlutverk: AndréWilms, BlondinMiguel, Jean-PierreDarroussinogKati Outinen

Leikstjórn: Aki Kaurismäki Útgefandi: Sena

8.

mars

• Le Havre hefur hlotið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar, þar á meðal Finnsku kvikmyndaverðlaunin fyrir bestu leikstjórn, besta leik í aðalhlutverki karla, besta leik í aukahlutverki kvenna, bestu kvikmynda-töku, bestu klippingu og sem besta mynd ársins. Myndin var einnig framlag Finna til Óskarsverðlaunanna 2012.

PUNKTAR ........................

Roger Ebert Empire

**** ****

Boxoffce Magazine Empire

*** ***

Njósna- og spennutryllirinn The Debt skartar úrvalsleikurum í öllum hlutverkum sem í leikstjórn Johns Madden skila af sér einni af betri „suspence“-myndum síðari ára.

Það kvikmyndaáhugafólk sem kann að meta spennuþrungnar njósnamyndir af bestu gerð ætti alls ekki að láta The Debt fram hjá sér fara en hún segir frá þremur útsendurum ísraelsku Mossad-leyniþjónustunnar, þeim Rachel, David og Stefan, sem árið 1965 voru send til Austur-Berlínar til að hafa hendur í hári stríðsglæpamannsins Vogels.

Síðan þessi hættulega njósnaför var farin hafa þau Rachel og Stefan talið hana hafa heppnast þótt hún hafi kostað fórnir. Nú hafa hins vegar nýjar upplýsingar um David varpað óhugna-nlegum skugga á málið ...

The Debt

Sumar skuldir fyrnast aldrei

spenna

s

• Jessica Chastain, sem leikur njósnarann Rachel þegar hún var ung, fékk frábæra dóma og margvísleg verðlaun fyrir leik sinn í þessari mynd og hreppti í framhaldinu hlutverk Celiu í myndinni

The Help sem færði henni tilnefningu til Óskarsverðlauna. Kvikmynda-áhugafólk ætti svo sannarlega að leggja nafn þessarar leikkonu á minnið.

PUNKTAR ........................

Aðalhlutverk: Helen Mirren, SamWorthington, TomWilkinson, Jessica Chastain og Ciarán Hinds

Leikstjórn: John Madden Útgefandi: Myndform

aðalhlutverkið í The Debt .

Page 15 - DVD_Mars_2012_web

This is a SEO version of DVD_Mars_2012_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »