Page 12 - DVD_Mars_2012_web

This is a SEO version of DVD_Mars_2012_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

12 myndir mánaðarins

Roger Ebert Boxoffce Magazine Empire

**** ***** ****

Moneyball

Sannsögulegt

Hvers virði ertu?

Moneyball er önnur mynd leikstjórans Bennetts Miller sem var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir frumraun sína, hina mögnuðu Capote árið 2005. Moneyball er tilnefnd til sex Óskarsverðlauna en þau hafa ekki verið afhent þegar þetta er skrifað..

Það er Brad Pitt sem leikur aðalhlutverkið og fer á algjörum kostum sem hafnaboltastjórinn Billy Beane.

Eftir að Oakland-liðið féll úr keppni árið 2001 yfrgáfu margar stór-stjörnur það enda var eigandinn orðinn peningalaus. Sama var uppi á teningunum varðandi kaup á nýjum mönnum fyrir tímabilið 2002, engir peningar til, og því var Billy Beane vandi á höndum.

Þá hitti hann ungan mann, hagfræðinginn Peter Brand (Jonah Hill), sem hafði þróað sínar eigin stærðfræðilegu hugmyndir um hvernig setja ætti saman gott hafnaboltalið. Billy ákvað að prófa að útfæra hugmyndir Peters og úr varð einhver magnaðasta endurkoma íþróttaliðs sem um getur.

Útgáfudagur: 8. mars

• Aðalframleiðendur myndarinnar, þeir Scott Rudin og Michael De Luca, ásamt handritshöfundinum Aaron Sorkin, gerðu einnig Óskarsverðlaunamyndina The Social Network sem rétt eins og

Moneyball var byggð á sannri sögu.

• Moneyball var tilnefnd til 6 Óskarsverðlauna, fyrir besta leik í aðalhlutverki karla (Brad Pitt), besta leik í aukahlutverki karla (Jonah Hill), sem besta mynd ársins, fyrir besta handrit, bestu klippingu og bestu hljóðblöndun.

• Þess ber að geta að þótt Moneyball gerist innan heims hafna-boltans þá fjallar hún fyrst og fremst um það hvernig þeir Billy Beane og Peter Brand tókust á við þá áskorun sem við þeimblasti.

Veistu svarið?

Brad Pitt sýnir algjörlega frábæran leik í aðalhlutverki

Moneyball og sannar það enn á ný hversu fjölhæfur hann er. En í hvaða þekktu og vinsælu sjónvarpsþáttum lék hann nokkrum sinnum í upphaf ferils síns um miðjan níunda áratug síðustu aldar?

Moneyball

Aðalhlutverk: Brad Pitt, Philip Seymour Hoffman, Jonah Hill, Robin Wright, Chris Pratt og Stephen Bishop Leikstjórn: Bennett

Miller Útgefandi: Sena PUNKTAR ............................................

Page 12 - DVD_Mars_2012_web

This is a SEO version of DVD_Mars_2012_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »