Page 11 - DVD_Mars_2012_web

This is a SEO version of DVD_Mars_2012_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

11 myndir mánaðarins 11 myndir mánaðarins

Don’t Be Afraid of the Dark

Draugamyndaaðdáendur fá svo sannarlega eitthvað fyrir sinn snúð í þessari mögnuðu mynd sem er talin ein besta hrollvekja síðari ára enda fær hún hárin svo sannarlega til að rísa.

Það er sjálfur Guillermo del Toro ( Pan’s Labyrinth, Hellboy, The Orphanage ) sem framleiðir og skrifar handrit myndarinnar sem er leikstýrt af Troy Nixey.

Þau Katie Holmes og Guy Pearce leika parið Kim og Alex sem erfa stórt en gamalt óðalssetur og fytja inn í það eftir að þau hafa gert það upp á glæsilegan hátt.

Í fyrstu er allt í þessu fína eða allt þar til dóttir Alex, Sally, fytur til þeirra og verður strax vör við eitthvert dularfullt hvísl í húsinu þegar enginn annar er viðstaddur en hún.

Brátt kemur í ljós að húsið er í raun stútfullt af ófrýnilegum draugaverum sem hafa heldur betur óhugnanleg áform ...

Don’t Be Afraid of the Dark

Ekki hlusta á hvíslið

spenna

Aðalhlutverk: KatieHolmes, GuyPearce, BaileeMadison, EddieRitchardog GarryMcDonald Leikstjórn: TroyNixey

Útgefandi: Myndform

s

• Myndin er innblásin af sögunni The Rats in the Walls eftir H. P. Lovecraft en er einnig byggð á handriti samnefndrar sjónvarps-myndar frá árinu 1973 sem vakti mikla athygli á sínum tíma.

PUNKTAR ........................

Roger Ebert Empire

**** ***

Það er ekki allt satt sem sagt er í fréttum, svo mikið er víst. Á dögunum birti blaðið National Enquirer frétt þess efnis að Brad Pitt hefði hlaupið grátandi út af veitingahúsi eftir að hafa komist að því að Angelina Jolie hefði verið að halda fram hjá honum með fyrrverandi eiginmanni sínum, Billy Bob Thornton. Það fylgdi auðvitað sögunni að þau Brad og Angelina væru að skilja enda átti Brad að hafa komist að því að hún og Billy Bob hefðu í langan tíma verið í tölvupóstsambandi fyrir framhjáhaldið.

Staðreynd málsins er sú að þau Brad Pitt og Angelina Jolie fóru út að borða í Berlín þar sem einhver sá þau og bjó til söguna. Það var ekkert rifrildi, engir tölvupóstar, ekkert framhjáhald og enginn skilnaður. Allt tómt bull.

Já, það er stundum ekki auðvelt að vera stjarna, hvað þá tvær.

Meiri vitleysan

Page 11 - DVD_Mars_2012_web

This is a SEO version of DVD_Mars_2012_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »