Page 37 - DVD_november

This is a SEO version of DVD_november. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

37 myndir mánaðarins

24. nóvember

Uppgangur Jóns Gnarr og Besta fokksins fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar varð ævintýralegur í meira lagi enda fór svo að fokkurinn sigraði í kosningunum og Jón Gnarr varð borgarstjóri.

Það sem byrjaði sem 100% grín varð smám saman að fúlustu alvöru, sem varð þó aldrei svo fúl að húmorinn væri ekki til staðar.

Þeir Gaukur Úlfarsson og Jón Gnarr höfðu kynnst dálítið fyrir stofnun Besta fokksins og svo fór að Gaukur fór að mæta með kvikmyndavélina hvert sem Jón fór til að festa þetta ævintýri á flmu. Hvorugan þeirra grunaði í byrjun hvernig framboð Besta fokksins myndi fara og því síður að Jón yrði borgarstjóri að loknum kosningum.

Gaukur fylgdi síðan Jóni eftir í meira en hálft ár og útkoman er frábær heimildarmynd sem á fáa sína líka í heiminum. Hér fá áhorfendur að skyggnast á bak við tjöldin í orðsins fyllstu merkingu og sjá með eigin augum hvernig framboðið þróaðist smám saman úr græskulausu gríni í að Jón var nokkrum mánuðum síðar orðinn borgarstjóri Reykjavíkur.

Gnarr

Lífð er grín

Heimildarmynd

Heimildarmynd um Jón Gnarr og uppgang Besta fokksins Höfundur: Gaukur Úlfarsson

Lengd: 93 mínútur Öllum leyfð Útgefandi: Samflm

Útgáfudagur: 24. nóvember

• Höfundur myndarinnar, Gaukur Úlfarsson, var annar aðalhöfundur Silvíu Nætur-ævintýrsins.

.

nóvember PUNKTAR ...........................

Hér er á ferðinni afar vel gerð og snilldarlega leikin mynd eftir David Schwimmer (sem allir þekkja úr Friends ) sem fjallar af innsæi og þekkingu

um þær hættur sem geta leynst í samskiptum á Netinu.

Annie er fjórtán ára stúlka sem eins og festir táningar notar Netið mikið til alls kyns samskipta.

Dag einn kynnist hún á einni spjallsíðunni pilti á svipuðu reki sem virðist eiga svipuð áhugamál og hún sjálf.

Eftir nokkurra mánaða netspjall við “Charlie”, en svo segist pilturinn heita, samþykkir Annie að hitta hann í eigin persónu og veit auðvitað ekki hvers konar martröð bíður hennar ...

Trust

Hverjum getur maður treyst?

spenna

Aðalhlutverk: Liana Liberto, Clive Owen, Noah Emmerich, Catherine Keener, Nicole Forester og Jason Clarke Leikstjórn: David Schwimmer

Lengd: 106 mínútur Aldurstakmark: 16 ára

Útgefandi: Myndform

Útgáfudagur: 24. nóvember

.

er

• Liana Liberto, sem er nýorðin 16 ára, hefur vakið gríðarlega athygli fyrir snilldartúlkun sína sem Annie í Trust og var nýlega útnefnd fyrir besta leik ársins á kvikmyndahátíð Chicago-borgar.

• Kvikmyndagagnrýnandinn virti, Roger Ebert, gefur Trust fullt hús stjarna og segir m.a. í dómi sínum að “David Schwimmer has made one of the year’s best flms”, svo vitnað sé orðrétt í hann.

Roger Ebert Boxoffce Magazine

**** *****

PUNKTAR ............................................................

Page 37 - DVD_november

This is a SEO version of DVD_november. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »