Page 36 - DVD_november

This is a SEO version of DVD_november. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

36 myndir mánaðarins

24. nóvember

Fair Game er magnaður pólitískur spennutryllir með Sean Penn og Naomi Watts í aðalhlutverkum, en sagan sannar hér enn og aftur að stundum er

raunveruleikinn ótrúlegri en nokkur skáldsaga.

Valerie Plame var á yfrborðinu bara venjuleg húsmóðir og eiginkona bandaríska þingmannsins Josephs Wilson. Fáir vissu að hún var í raun einn af millistjórum CIA, leyniþjónustu Bandaríkjanna.

Í aðdraganda innrásar bandaríska hersins í Írak lögðu bandarískir ráðamenn mikla áherslu á að ástæðan væri fyrst og fremst óttinn við gjöreyðingarvopn Saddams Hussein. Joseph var fengin til að sýna fram á að Írakar hefðu m.a. keypt úran af Afríkuríkinu Niger, en niðurstaða hans var sú að sagan væri úr lausu lofti gripinn.

Á þessu tók ríkisstjórn Bush ekkert mark og stakk skýrslu Josephs undir stól. Hann ákvað þá að skrifa grein ummálið í New York Times og setti um leið í gang atburðarás sem átti eftir að valda bæði honum og Valerie miklum skaða.

Red Cliff er dýrasta mynd asískrar kvikmyndasögu, en hún er byggð á sögulegum atburðum og heimildum frá þriðju öld þegar segja má að kínversk

saga og stjórnskipan haf skipt um farveg.

Leikstjóri myndarinnar er hinn kunni John Woo sem hér hefur safnað til sín nokkrum kunnustu og bestu leikurum Kínverja.

Myndin hefst árið 208 þegar Han-keisaraveldið sem réð hafði ríkjum í stærsta hluta Kína umaldir hafði verulega þurft að láta undan síga vegna ágangs annarra valdamikilla kínverskra leiðtoga.

Hinn gráðugi forsætisráðherra, Cao, tekst með klókindum að sannfæra Han keisara um að eina leiðin til að bjarga keisaradæminu og sameina alla Kínverja undir eina stjórn sé að lýsa yfr stríði á hendur nágrannaveldunum í suðri og vestri.

Með yfr milljón manna her hélt Cao síðan suður á bóginmeð það aðmarkmiði að sundra Wu-valdastéttinni og taka yfr land þeirra.

Fjölmargir bardagar voru háðir áður en kom að lokaorrustunni, orrustunni miklu við Rauðubjörg ...

Fair Game

Red Cliff

Eiginkona. Móðir. Njósnari.

Þar sem framtíðin mun ráðast

• Doug Liman ( The Bourne Identity ) var tilnefndur til Gullpálmans í Cannes fyrir leikstjórn sína á myndinni.

• Kvikmyndagerðin naut aðstoðar kínverska hersins sem lagði m.a. til 15 þúsund hermenn í statistahlutverk.

spenna

Spenna

Aðalhlutverk: Sean Penn, Naomi Watts, Sam Shepard, Ty Burrell, Noah Emmerick og Jessica Hect Leikstjórn: Doug Liman

Lengd: 108 mínútur Aldurstakmark: 16 ára

Útgefandi: Samflm Útgáfudagur: 24. nóvember

Aðalhlutverk: Chen Chang, Tony Leung Chiu Wai, Takeshi Kaneshiro, Wei Zhao, Fengyi Zhang og Jun Hu Leikstjórn: John Woo Lengd: 150 mínútur Aldurstakmark: 16 ára

Útgefandi: Samflm

Útgáfudagur: 24. nóvember

24.

nóvember

.

r

Roger Ebert Boxoffce Magazine Empire

*** **** ***

Roger Ebert Boxoffce Magazine Empire

**** **** ****

PUNKTAR .......................

PUNKTAR .........................

Page 36 - DVD_november

This is a SEO version of DVD_november. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »