Page 30 - DVD_november

This is a SEO version of DVD_november. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

30 myndir mánaðarins

17. nóvember

Killing Bono byggir á raunverulegum atburðum og fjallar um tvo írska bræður, þá Neil og Ivan, sem ætluðu að verða rokkstjörnur á sama tíma og þrír skólafélagar þeirra stofnuðu U2 sem síðar varð að vinsælustu írsku

hljómsveit allra tíma.

Þeir Neil og Ivan stofnuðu hljómsveitina Shooked Up og Neil, sem var foringi þeirra tveggja, var alveg klár á að þessi hljómsveit, U2, sem skólafélagi hans og kunningi, Paul Hewson (Bono), stofnaði, myndi alltaf vera eftirbátur hans eigin hljómsveitar.

En á meðan Shooked Up spilaði og spilaði á hverri kránni á fætur annarri án teljandi árangurs varð U2 heimsfræg á nokkrum árum og Neil þurfti að lokum að viðurkenna fyrir bróður sínum að hann hefði gert stærstu mistök lífs síns ...

Killing Bono

Næstum því betri en þeir bestu

• Killing Bono reyndist síðasta myndin sem enski leikarinn Pete Postletwaiite lék í, en hann lést 2. janúar síðastliðinn, 64 ára að aldri.

• Myndin er byggð á samnefndri bók rithöfundarins og tónlistar-gagnrýnandans Neils McCormick sem kom út árið 2003 og inniheldur hans eigin endurminningar. SANNSÖGULEGT

r

PUNKTAR .........................

Matt Damon er nú að leika í myndinni Elysium sem er væntanleg í kvikmyndahús í mars 2013.

Leikstjóri er Kanadamaðurinn Neill Blomkamp sem vakti gríðarlega athygli með frumraun sinni, District 9. Ekki hefur verið gefð upp um hvað nýja myndin snýst, en Matt þurfti að raka af sér hárið til að geta túlkað persónu sína eins og Neill vildi hafa hana. Matt segir að þetta haf ekki verið neitt tiltökumál enda haf hann áður rakað sig sköllóttann og að það sé bara þægilegt að vera svona, a.m.k. á sumrin.

Þess má geta að mótleikarar Matts í Elysian eru m.a. þau Jodie Foster og William Fichtner.

Gott að vera sköllóttur

Page 30 - DVD_november

This is a SEO version of DVD_november. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »