Page 28 - DVD_november

This is a SEO version of DVD_november. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

28 myndir mánaðarins

Larry Crowne

Gaman

Aftur í skólann

Stórleikararnir Julia Roberts og Tom Hanks skemmta bæði sjálfum sér og áhorfendum í mynd um mann sem ákveður að fara aftur í skóla þegar honum er sagt upp vinnunni.

Larry Crowne er fyrrverandi sjóliði sem eftir að hafa þjónað í hernum hefur alla sína tíð starfað hjá sömu aðilum í sömu stórversluninni. Larry er lífsglaður náungi og vinsæll á meðal samstarfsmanna sinna enda hefur hann níu sinnum verið kosinn starfsmaður mánaðarins

Dag einn er Larry samt sem áður sagt upp störfum í nafni niðurskurðar og hagræðingar. Til að nota tímann sem hann nú skyndilega hefur ákveður hann að snúa aftur á skólabekk til að öðlast menntun sem gæti nýst honum til að fá aðra, og helst betri vinnu.

Í skólanum hittir hann fyrir marga sem eru í svipuðum sporum og hann sjálfur, fólk sem er að leita, fólk sem hefur verið hafnað, fólk sem veit ekki hvað það á að gera við tímann sem það hefur og er í skóla í stað þess að mæla göturnar.

Þar hittir Larry líka kennslukonuna Mercedes sem er orðin álíka þreytt á kennslunni og hún er orðin á eiginmanni sínum.

Þau Larry og Mercedes verða brátt vinir þrátt fyrir að aðstæður þeirra séu gjörólíkar og þar með er hafn nokkurs konar gagnvirk kennslustund þar sem vart má á milli sjá hvort þeirra kennir hinu meira ...

Kemur út 17. nóvember

• Larry Crowne er önnur myndin sem Tom Hanks leikstýrir á ferli sínum, en hann gerði myndina That Thing You Do árið 1996.

• Handrit myndarinnar er skrifað af Tom Hanks og Niu Vardalos sem sló eins og margir muna hressilega í gegn árið 2002 með fyrstu mynd sinni, My Big Fat Greek Wedding . Það var einmitt eiginkona Toms, Rita Wilson, sem “uppgötvaði” Niu á sínum tíma og framleiddi síðan mynd hennar ásamt Tom.

Veistu svarið?

Þau Tom Hanks og Julia Roberts léku einnig hvort á móti öðru í mynd sem var gerð árið 2007 og skartar þriðja stórleikaranum, Philip Seymour Hoffman, í veigamiklu hlutverki. Hvað heitir myndin?

Aðalhlutverk: Tom Hanks, Julia Roberts, Sarah Mahoney, Roxana Ortega, Randall Park og Brady Rubin Leikstjórn: Tom Hanks Lengd: 98 mínútur Aldurstakmark: 12 ára

Útgefandi: Samflm

PUNKTAR ............................................................

17. nóvember

Page 28 - DVD_november

This is a SEO version of DVD_november. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »