Page 18 - DVD_november

This is a SEO version of DVD_november. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

18 myndir mánaðarins

Transformers: Dark of theMoon

Spenna

Innrásin er hafin - aftur!

Enn á ný slær í bardaga á milli hinna illu Decepticons-vélmenna og Autobotanna í þriðju mynd Michales Bay um þessi kostulegu vélmenni sem geta breytt sér í bíla og ýmsar aðrar vélar þegar þeim hentar og mikið liggur við.

Autobotarnir Bumblebee, Rachet, Ironhide og Sideswipe undir stjórn Optimus Prime hafa hingað til getað hrósað sigri yfir Decepticonunum þótt oft hafi munað mjóu. En bardaginn er samt rétt að byrja!

Í þetta sinn berst leikurinn til tunglsins þegar fréttir berast af því að þar sé falið geimskip sem hefur að geyma öflug vopn og tæki. Þar með hefst æsilegt kapphlaup á milli fylkinganna enda ljóst að ef Decepticonarnir ná að komast yfir þessi tæki þá gætu þeir notað þau til að eyða jörðinni og þar með mannkyninu eins og það leggur sig.

Og auðvitað slæst Sam Witwicky í hópinn, en hann er nú nýútskrifaður úr menntaskóla.

• Sumir Autobotanna hafa fengið uppfærslu í myndinni. Bumblebee er t.d. núna orðinn að 2011 módeli af Chevrolet Camaro, Ratchet hefur fengið annan grænan lit og Sideswipe er orðinn að Chevrolet Centennial Corvettu með blæju.

• Að sögn Michaels Bay voru 532 bílar eyðilagðir í myndinni. Þetta voru þó allt saman bílar sem höfðu verið dæmdir ónýtir af tryggingarfélögum eftir að þeir höfðu allir lent undir vatni.

• Þetta er fyrsta hlutverk Rosie Huntington-Whiteley í kvikmynd þótt hún haf sem fyrirsæta margoft verið fyrir framan myndavélar af öllum gerðum. Michael Bay valdi hana í hlutverkið og tók hana fram yfr fjölmargar leikkonur sem sóttust eftir að fylla skarð Megan Fox.

• Myndin kostaði um 200 milljón dollara í framleiðslu, en tók hins vegar inn rúmlega 352 milljónir dollara, bara í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum.

Veistu svarið?

Michael Bay leikstjóri Transformers -myndanna, leikstýrði sinni fyrstumynd árið 1995, en hún varð afar vinsæl og átti m.a. stóran þátt í að gera Will Smith að stórstjörnu. Hvaða mynd var þetta?

Aðalhlutverk: Shia LeBeouf, Rosie Huntington-Whiteley, Josh Duhamel, Frances McDormand, John Turturo, Patrick Dempsey og Kevin Dunn Leikstjórn: Michael Bay Lengd: 157 mínútur

Aldurstakmark: 12 ára Útgefandi: Samflm

PUNKTAR .......................................................

10. nóvember

Kemur út 10. nóvember

Page 18 - DVD_november

This is a SEO version of DVD_november. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »